Page 44 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

44 myndir mánaðarins

Hopp

Fjölskyldumynd

Jafnvel kanínur þurfa að kunna sig

Hopp er skemmtileg, frumleg og afar fyndin blanda af leikinni mynd og teiknimynd um óþekka páskakanínu sem ákveður að fara til Hollywood upp á eigin spýtur og

freista gæfunnar.

E.B. er ungur sonur páskakanínunnar og því páskakanína sjálfur. Hann hefur samt lítinn sem engan áhuga á þeim skylduverkefnum sem hví la á herðum hans heldur vill hann miklu frekar spila á trommur allan liðlangan daginn. Hann dreymir nefnilega um að ganga í hljómsveit og verða fræg tónlistarkanína.

Við þetta er faðir hans engan vegin sáttur og er ekkert að fela það fyrir syni sínum. Svo fer að E.B. ákveður að strjúka að heimann og fara bara sjálfur til Hollywood að freista gæfunnar.

En E.B. kemst fljótlega að því að lífið í Hollywood er ekki sá dans á rósum sem hann hélt. En lukkan er hans megin þegar hann hittir fyrir mann að nafni Fred sem, eftir að hafa komist yfir undrunina sem fylgir því yfirleitt að hitta talandi páskakanínu, skýtur yfir hann skjólshúsi.

Á sama tíma hefur faðir E.B. uppgötvað strok hans og ákveður að senda sínar bestu kanínur upp á yfirborðið til að ná í strákinn hvað sem það kann annars að kosta ...

Frumsýnd 30. nóvember

• Ekki slökkva of snemma því eftir að kreditlistarnir eru búnir að renna sitt skeið á enda er eitt atriði eftir.

• Hopp náði miklum vinsældum þegar hún var sýnd í kvikmyndahúsum og í Bandaríkjunum einum saman urðu tekjurnar um 110 milljónir dollara. Við þetta bætast auðvitað tekjur frá öðrum löndum auk þess sem myndin á vafalaust eftir að gera það gott á DVD-diskum. Hún kostaði hins vegar “aðeins” 63 milljónir dollara þannig að hagnaðurinn er mikill og þegar svo ber við er nær öruggt að gert verður framhald!

• David Hasselhoff leikur sjálfan sig í myndinni.

Veistu svarið?

Russell Brand, sem talar fyrir E.B. í ensku útgáfu Hopp , er Breti eins og allir vita og á föstu með Katy Perry. En hvaða Lundúnalið í enska boltanum styður hann?

30. nóvember

Aðalhlutverk: James Marsden, Russell Brand, Elizabeth Perkins, Hank Azaria, Hugh Laurie og Gary Cole Leikstjórn: Tim Hill

Lengd: 95 mínútur Öllum leyfð Útgefandi: Myndform

PUNKTAR ............................................................

Page 44 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »