Page 42 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

42 myndir mánaðarins

Nýjasta myndin úr smiðju leikstjórans J. J. Abrams er æsispennandi ævintýramynd í anda helstu meistara-verka Stevens Spielberg og sló rækilega í gegn í kvikmyndahúsum um gjörvallan heim.

Sumarið 1979 á hinn 14 ára gamli smábæjarstrákur Joe, sem hefur nýverið misst móður sína, sér þann draum heitastan að búa til kvikmynd. Hann fær vini sína, þá Charles, Cary og Martin til liðs við sig auk hinnar fögru Alice, sem hann er reyndar mjög mikið skotinn í. Saman hyggjast þau gera zombie-mynd en vita ekki að brátt mun raunveruleikinn verða mun skrítnari en nokkurt handrit sem þau hefðu getað farið eftir.

Við tökur um miðja nótt við lestarstöðina verða krakkarnir vitni að skelfilegu lestarslysi og tekst naumlega að forða sér frá því að slasast sjálf. Stuttu seinna mætir herinn í bæinn og bannar öllum óviðkomandi aðgang að svæðinu vegna rannsóknarhagsmuna. Föður Joe, lögreglustjórann Jackson, grunar strax að eitthvað meira sé í gangi en forsvarsmenn hersins vilja upplýsa um.

Á næstu dögum halda krakkarnir áfram tökum á myndinni um leið og ýmsir skringilegir atburðir verða í bænum. Í fyrstu fara raftæki að bila og bæði gæludýr og fólk tekur að hverfa sporlaust. Krakkarnir ákveða að rannsaka málið, en því nær sannleikanum sem þau færast, því hættulegri verður rannsókn þeirra.

• Athygli hefur vakið hversu vel aðalleikararnir ungu standa sig í myndinni, en elstur er Joel Courtney sem leikur Joe, aðeins 14 ára gamall.

• Smábærinn í myndinni er nefndur Lillian í höfðuð á ömmu leikstjórans J.J. Abrams.

• Steven Spielberg, sem framleiðir Super 8 , var tíður gestur á tökustað myndarinnar og lét hafa eftir sér að hann hefði aldrei skemmt sér jafn vel.

• Elle Fanning, sem leikur Alice í Super 8 , er yngri systir leikkonunnar Dakotu Fanning. Elle virðist ekkert ætla að gefa systur sinni eftir á leiklistarsviðinu og er á hraðri uppleið í Hollywood.

• Samkvæmt J.J. Abrams er Super 8 gerð í anda mynda á borð við E.T og Close Encounters of the Third Kind , bara með betri tæknibrellum.

Ekkert er eins og það sýnist

24. nóvember

Super 8

Super 8

Spenna/Ævintýri

KEMUR ÚT 24. nóvember

Aðalhlutverk: Joel Courtney, Elle Fanning, Kyle Chandler, Riley Griffths, Ryan Lee og Gabriel Basso. Leikstjórn: J.J. Abrams.

Lengd: 112 mín. Aldurstakmark: 12 ára.

Útgefandi: Samflm.

PUNKTAR ..........................................................

Page 42 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »