This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »34 myndir mánaðarins
Captain America: The First Avenger
spenna
Þar sem hetjur verða til
Þeir kvikmyndaunnendur sem á annað borð kunna að meta hraðar, viðburðaríkar, fyndnar og vel gerðar ofurhetjumyndir verða sannarlega ekki fyrir vonbrigðum
með Captain America: The First Avenger.
Sagan af Captain America hefst árið 1942 þegar Bandaríkin hafa formlega blandað sér í heimsstyrjöldina síðari.
Steve Rogers er ungur maður sem verður fyrir miklum vonbrigðum þegar honum er hafnað sem hermanni vegna þess hversu væskilslegur og vöðvarýr hann er.
En það sem Steve skortir í líkamsbyggingu bætir hann upp með einstöku hugrekki, hreinu hjarta, réttlætiskennd, yfrburðagreind og vilja. Þetta sér vísindamaðurinn Erskine, en hann hefur þróað hátæknibúnað sem getur breytt mönnum eins og Steve í vöðvastælt ofurmenni sem fáir geta staðist snúning.
KEMUR ÚT 24. nóvember
• Upphafega stóð til að í atriðunum þar sem Chris Evans er hinn granni og hálfvæskilslegi Steve Rogers áður en hann breytist í hinn stóra og vöðvastælta Captain America, yrði notaður staðgengill. Frá því var hins vegar fallið og í staðinn voru tölvuforrit notuð til að minnka líkama Chris í þessum hluta myndarinnar.
• Sagt er að Stanley Tucci haf haft sérstaka ástæðu til að taka að sér hlutverk Erskins í Captain America , en hún var sú að hann hafði lengi dreymt um að fá að tala ensku með þýskum hreim fyrir framan myndavélarnar.
• Hið fræga Wilhelm-öskur er notað einu sinni í myndinni. Reynið að hlusta eftir því, en þetta sérstaka öskur, sem hefur verið notað í mörgum myndum síðan það var hljóðritað árið 1951, er orðið að langlífasta brandara kvikmyndasögunnar. Þeir sem ekki þekkja Wilhelm-öskrið ættu að fetta “Wilhelm Scream” upp á Google.
Veistu svarið?
Tommy Lee Jones, sem leikur herforingjann Chester Phillips í
Captain America , lék einn af óvinumBatmans í myndinni Batman Forever . Hvað var sá óvinur kallaður?
Aðalhlutverk: Chris Evans, Hayley Atwell, Samuel L. Jackson, Hugo Weaving, Tommy Lee Jones og Stanley Tucci Leikstjórn: Joe Johnston
Lengd: 124 mínútur Aldurstakmark: 12 ára
Útgefandi: Samflm
PUNKTAR ........................................................
***
24. nóvember
This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »