This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »26 myndir mánaðarins
Kurteist fólk
gaman
Neftóbak, tryggð, kurteisi, lömb, peningar, pulsur ...
Það er sannkallað landslið íslenskra leikara sem hér er saman komið í einni af skemmtilegustu myndum ársins þar sem húmor og alvara haldast í hendur og íslenskur
veruleiki fær heldur betur á baukinn.
Stefán Karl leikur verkfræðinginn Lárus sem er haldinn allnokkrum ranghugmyndum um eigin getu. Dag einn tekur hann upp á því að skella sér vestur í Dali þar sem hann er fjótlega búinn að ljúga því að heimamönnum að hann sé stórfskur og snilli sem geti endurreist starfsemi sláturhússins á staðnum.
Það sem Lárus veit ekki er að um leið og hann byggir upp skýjaborgirnar þá er hann samtímis búinn að stimpla sig inn í alls kyns fækjur því það er sannarlega ekki allt með kyrrum kjörum í samlíf og samstarf heimamanna.
Reyndar logar allt undir niðri í illdeilum út af hinum ýmsu málum og blandast þar einkamál saman við pólitískan réttrúnað sem á stundum verður svo svæsinn að ekki má á milli sjá hverjir eru orðnir geggjaðir á ástandinu og hverjir ekki.
Kurteist fólk er mynd sem enginn Íslendingur má missa af.
Kemur út 17. nóvember
• Myndin var tekin upp í Búðardal og nágrenni, en þetta eru einmitt æskuslóðir leikstjórans.
• Samhliða tökum myndarinnar gerði kvikmyndafélagið Poppoli sem framleiðir Kurteist fólk heimildamynd um bændur í Dölunum.
• Myndin átti upphafega að heita Laxdæla Lárusar , en
Laxdæla gerist einmitt í Dalasýslu.
• Leikstjórinn Ólafur de Fleur Jóhannesson á að baki nokkrar góðar myndir, þar á meðal Stóra planið , myndina um
Raquelu drottningu , Africa United , Blindsker og feiri. Hann er einnig leikstjóri myndarinnar Borgríki sem var frumsýnd í kvikmyndahúsum í október.
Veistu svarið?
Eggert Þorleifsson, sem fer á kostum semMarkell í Kurteist fólk, lék í sinni fyrstu bíómynd árið 1982. Hvað heitir sú mynd og hvað heitir persónan sem Eggert lék?
Aðalhlutverk: Stefán Karl Stefánsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Eggert Þorleifsson og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
Leikstjórn: Olaf de Fleur Jóhannesson Lengd: 90 mínútur
Öllum leyfð Útgefandi: Myndform
PUNKTAR ........................................................
17. nóvember
This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »