Page 26 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

26 myndir mánaðarins

Kurteist fólk

gaman

Neftóbak, tryggð, kurteisi, lömb, peningar, pulsur ...

Það er sannkallað landslið íslenskra leikara sem hér er saman komið í einni af skemmtilegustu myndum ársins þar sem húmor og alvara haldast í hendur og íslenskur

veruleiki fær heldur betur á baukinn.

Stefán Karl leikur verkfræðinginn Lárus sem er haldinn allnokkrum ranghugmyndum um eigin getu. Dag einn tekur hann upp á því að skella sér vestur í Dali þar sem hann er fjótlega búinn að ljúga því að heimamönnum að hann sé stórfskur og snilli sem geti endurreist starfsemi sláturhússins á staðnum.

Það sem Lárus veit ekki er að um leið og hann byggir upp skýjaborgirnar þá er hann samtímis búinn að stimpla sig inn í alls kyns fækjur því það er sannarlega ekki allt með kyrrum kjörum í samlíf og samstarf heimamanna.

Reyndar logar allt undir niðri í illdeilum út af hinum ýmsu málum og blandast þar einkamál saman við pólitískan réttrúnað sem á stundum verður svo svæsinn að ekki má á milli sjá hverjir eru orðnir geggjaðir á ástandinu og hverjir ekki.

Kurteist fólk er mynd sem enginn Íslendingur má missa af.

Kemur út 17. nóvember

• Myndin var tekin upp í Búðardal og nágrenni, en þetta eru einmitt æskuslóðir leikstjórans.

• Samhliða tökum myndarinnar gerði kvikmyndafélagið Poppoli sem framleiðir Kurteist fólk heimildamynd um bændur í Dölunum.

• Myndin átti upphafega að heita Laxdæla Lárusar , en

Laxdæla gerist einmitt í Dalasýslu.

• Leikstjórinn Ólafur de Fleur Jóhannesson á að baki nokkrar góðar myndir, þar á meðal Stóra planið , myndina um

Raquelu drottningu , Africa United , Blindsker og feiri. Hann er einnig leikstjóri myndarinnar Borgríki sem var frumsýnd í kvikmyndahúsum í október.

Veistu svarið?

Eggert Þorleifsson, sem fer á kostum semMarkell í Kurteist fólk, lék í sinni fyrstu bíómynd árið 1982. Hvað heitir sú mynd og hvað heitir persónan sem Eggert lék?

Aðalhlutverk: Stefán Karl Stefánsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Eggert Þorleifsson og Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir

Leikstjórn: Olaf de Fleur Jóhannesson Lengd: 90 mínútur

Öllum leyfð Útgefandi: Myndform

PUNKTAR ........................................................

17. nóvember

Page 26 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »