Page 21 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

21 myndir mánaðarins

Cars 2

Gaman

Bílar sem bjarga heiminum

Teiknimyndin Cars er ein allra skemmtilegasta myndin sem frá Pixar hefur komið og um leið eina mynd þeirra fyrir utan Toy Story -myndina, sem hefur verið gert framhald af.

Við hittum hér aftur fyrir flesta bí lana sem við kynntumst í fyrri myndinni og auðvitað eru þeir Lightning-McQueen og hjálparhella hans, hinn orðheppni Mater, enn á sínum stað.

Í þetta sinn er stefnan tekin út fyrir landsteinana því Lightning-McQueen er sannfærður um að hann eigi erindi í heimsmeistarakeppnina sem fer fram á hinum ýmsu brautum í hinum ýmsu löndum.

En vandamálin byrja að hrannast upp þegar Mater fækir sig í alþjóðlegt njósnanet sem ekki reynist auðvelt að losa sig úr. Þvert á móti þá herðist netið því meira sem hann reynir að forðast það uns að því kemur að hann verður að fá aðstoð - ef það er þá ekki orðið of seint.

Kemur út 10. nóvember

• Njósnabíllinn Finn McMissile var í raun búin til fyrir fyrri myndina þar sem hann átti að birtast í njósnamynd sem McQueen og Sally fóru að sjá í bílabíó. John Lasseter ákvað hins vegar að “spara” Finn og nota hann frekar í þessari mynd.

• Í Cars 2 má sjá, ef augað er glöggt, nokkrar laumulegar tilvísanir í aðrar myndir sem Pixar hefur gert. Þannig er veitingahúsið Gastow líking við veitingahúsið Gusteau úr myndinni Ratatouille og í kvikmyndahúsinu er verið að sýna

The Incredimobiles . Takið einnig eftir auglýsingunum á kappakstursbrautunum en þær eru magrar hverjar verulega skondnar.

• Í virðingarskyni við Paul Newman, sem lést árið 2008, er sá sem hann talaði fyrir, Doc Hudson, ekki lengur á meðal vor. Í

Cars 2 er minning Pauls samt heiðruð í stuttu atriði.

Veistu svarið?

Það vita festir að Toy Story var fyrsta myndin í fullri lengd sem Pixar framleiddi, en hver var mynd númer 2 (í fullri lengd) sem fyrirtækið sendi frá sér?

Aðalraddir: Larry the Cable Guy, Owen Wilson, Michael Caine, John Turturro og Eddie Izzard Leikstjórn: John Lasseter og Brad Lewis

Lengd: 106 mínútur Öllum leyfð Útgefandi: Samflm

PUNKTAR ............................................................

10. nóvember

Roger Ebert Boxoffce Magazine Empire

**** *** ***

Page 21 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »