Page 10 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

10 myndir mánaðarins

Inhale

Spenna

Hver einasti

andadráttur gefur von

Það eru þau Dermot Mulroney, Diane Kruger, Vincent Perez, Sam Shepard og Rosanna Arquette sem fara með aðalhlutverkin í þessum hárbeitta háspennutrylli Baltasar Kormáks um baráttu hjóna við að bjarga lífi

dóttur sinnar.

Lögfræðingurinn Paul Stanton hefur skapað sér gott orð og öðlast virðingu samborgara sinna fyrir störf sín í þágu laga og réttlætis. Heima fyrir glímir hann hins vegar ásamt eiginkonu sinni, Díönu, við þá staðreynd að dóttur þeirra er ekki hugað líf fái hún ekki ný lungu bráðlega.

Vandamálið er að enginn getur vitað með vissu hvenær rétti líffæragjafinn kemur fram og jafnvel þótt hann birtist fljótlega þá eru margir á undan dóttur hjónanna í röðinni.

Dag einn eru þau Paul og Díönu boðuð á fund og tjáð að það sé útilokað að hægt verði að bjarga dótturinni ... nema þau hjón eigi mikla peninga og geti farið yfir landamærin til Mexíkó og keypt sér þau líffæri sem vantar.

Þetta er auðvitað kolólöglegt auk þess sem í ljós kemur að það nægir ekki að eiga peningana heldur þarf líka að komast í samband við réttu aðilana. Í því skyni leitar Paul til kunningja síns sem hefur sjálfur þegið líffæri.

Kunninginn lætur Paul fá nafn, en segir honum í leiðinni að hann verði að vera tilbúinn að tapa öllu, peningunum, starfinu, virðingunni ... jafnvel lífi sínu ætli hann sér að freista þess að bjarga dóttur sinni frá örlögum sínum.

En úr því sem komið er fær ekkert stöðvað Paul.

Hvað myndir þú gera?

Komin út

• Inhale hefur fengið afar góða dóma gagnrýnenda og það er gaman að lesa umsagnir erlendra notenda kvikmyndavefsins Imdb.com um myndina, enda fara þeir festir um hana afar lofsamlegum orðum svo ekki sé meira sagt.

Veistu svarið?

Nýjasta mynd Baltasar Kormáks, Contraband , verður frumsýnd snemma á næsta ári og skartar MarkWahlberg í aðalhlutverki. En hvaða enska leikkona fer með aðalkvenhlutverkið?

Aðalhlutverk: Dermot Mulroney, Diane Kruger, Vincent Perez, Sam Shepard og Rosanna Arquette Leikstjórn: Baltasar Kormákur

Lengd: 100 mínútur Aldurstakmark: 16 ára

Útgefandi: Sena

PUNKTAR ........................................................

Komin út

Page 10 - DVD_november

This is a SEO version of DVD_november. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »