This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »24 myndir mánaðarins
gaman
Þau Cameron Diaz og Justin Timberlake fara með aðalhlutverkin í þessari óforskömmuðu gamanmynd um einstaklega lélegan kennara sem svífst einskis til að hafa sitt fram.
Elizabeth Halsey er vægast sagt slæmur kennari. Henni er slétt sama um vinnuna, mætir þunn í tíma og lætur nemendur sína horfa á bíómyndir á meðan hún ýmist sefur eða heldur drykkjunni áfram. Hún bíður þess að forríkur kærastinn giftist henni svo hún geti loksins hætt í vinnunni, en annað kemur á daginn.
Þegar unnustinn lætur Elizabeth flakka eru draumar hennar um glæsilegan lífsstí l einnig lagðir í rúst. Það er að segja þangað til hún uppgötvar að nýr forfallakennari, Scott, kemur úr vellauðugri fjölskyldu. Elizabeth ákveður að heilla kauða upp úr skónum enda sér hún hann sem lykilinn að framtíð sinni.
Vandamálið er að Scott hefur ekki alveg jafnmikinn áhuga á Elizabeth og hún af honum. Til að ráða bót á því ákveður Elizabeth að taka sig á í kennslunni og keppa um nafnbótina vinsælasti kennarinn. Þar þarf hún hins vegar að bera sigurorð af samkennara sínum, hinni vinsælu Amy, sem er sjálf kominn með augastað á Scott ...
• Aðspurð hvað henni haf þótt skemmtilegast við gerð myndarinnar sagði Cameron Diaz það hafa glatt hana mikið að mega blóta fyrir framan vélarnar.
• Justin Timberlake hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir leik sinn í Bad Teacher en hann er sprenghlægilegur í hlutverki forfallakennarans vinsæla Scotts. Timberlake er auðvitað þekktastur fyrir tónlist sína en hefur sannað á undanförnum árum að hann er líka stórgóður leikari eins og hann sýndi t.d. með stjörnuleik sínum í Óskarsverðlaunamyndinni The Social Network.
• Jason Segel leikur íþróttakennarann Russell í Bad Teacher , en Segel er á mjög stuttum tíma orðinn einn vinsælasti gamanleikarinn í Hollywood. Væntanlegt frá honum er fjölskyldumyndin The Muppets
og gamanmyndin The Five-Year Engagement.
• Á hinni árlegu kvikmyndaverðlaunahátíð ungmenna (Teen Choice Awards) sem haldin var í Los Angeles þann 7. ágúst síðastliðinn hlutu þau Cameron Diaz og Justin Timberlake verðlaunin fyrir besta leik í aðalhlutverki auk þess sem Bad Teacher var valin besta gamanmyndin.
Hverjum er ekki sama?
20. október
Bad Teacher
Aðalhlutverk: Cameron Diaz, Jason Segel, Justin Timberlake, Lucy Punch, Phyllis Smith og John Michael Higgins. Leikstjórn: Jake Kasdan. Lengd:
92 mín. Aldurstakmark: 14 ára. Útgefandi: Sena.
Útgáfudagur: 20. október.
Punktar
Empire
Box Office Magazine
.
r
This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »