Page 22 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

22 myndir mánaðarins

13. október

Hér er komin fmmta myndin úr seríunni um labradorhvolpana kátu sem undir forystu Rosebuds lenda í ýmsum ótrúlegum ævintýrum og skemmtilegum uppákomum.

Þeir hafa farið til Norðurpólsins, fogið til tunglsins, rennt sér í snævi þökktum fjöllum Alaska og í þetta sinn glíma þeir við alls kyns dularfulla karaktera sem væru ef til vill óhugnanlegir ef þeir væru bara ekki svona fyndnir.

Hvolparnir og félagarnir fmm, þeir Rosebud, Butterball, Buddha, B-Dawg og Mudbud vilja að sjálfsögðu taka þátt í hrekkjarvökunni þegar það er til siðs hjá mönnum að klæða sig upp og hræða aðra. Því meira sem hægt er að hræða því betra. Hvolparnir þykjast ekki vera hræddir við neitt en annað kemur nú á daginn.

En það er ekki allt sem sýnist og að því kemst einn hvolpurinn þegar hann lætur spá fyrir sér og í ljós kemur að hvolpanna fmm bíða ekki bara ævintýri á hrekkjavökunni heldur líka dularfull gáta sem þeir verða að leysa.

Spooky Buddies

Nú verður hræðilega gaman

Punktar

• Spooky Buddies er fmmta myndin í Disney-seríunni um labradorhvolpana, en áður eru komnar út myndirnar

Air Buddies, Snow Buddies, Space Buddies og Santa Buddies.

BARNAEFNI

Aðalhlutverk: Tucker Albrizzi, Ameko Eks Mass Carroll, Max Charles, Jennifer Elise Cox og Pat Finn Leikstjórn: Robert Vince Lengd: 80 mín . Öllum leyfð Útgefandi: Samflm Útgáfudagur:

13. október

Hópur ungmenna neyðist til að berjast fyrir líf sínu þegar innrásarher gerir árás á land þeirra og hertekur það.

Mynd þessi er byggð á samnefndri metsölubók Johns Marsden, en hann er vinsælasti unglingabókahöfundur Ástrala um þessar mundir og má reikna með að feiri myndir verði gerðar eftir bókum hans í kjölfar vinsældanna sem þessi mynd hefur notið. Sögur Johns fjalla allar um unglinga og ævintýri þeirra og má kannski líkja við bækurnar sem Enid Blyton skrifaði á sínum tíma. Við kynnumst hér nokkrum ungmennum sem ákveða að fara í göngu og útilegu upp í afskekktan dal þar sem náttúran skartar sínu fegursta.

Þegar dagur er að kvöldi kominn rofnar kyrrðin við vélarhljóðið í tugum árásarfugvéla sem stefna beint á bæinn þeirra. Þegar niður er komið uppgötva þau síðan að erlent herlið hefur ráðist inn í landið, hertekið heimabæ þeirra og smalað öllum íbúunum í fangabúðir, þar á meðal fjölskyldum þeirra allra.

Þar með eru góð ráð dýr en ungmennin ákveða að snúast til varnar, frelsa íbúa bæjarins og freista þess að bjóða ofurefinu byrginn ...

Tomorrow,

When the War Began

Hvar varst þú þegar þeir komu?

Punktar

• Tomorrow, When the War Began var tilnefnd til áströlsku kvikmyndaverðlaunanna sem besta mynd ársins. Hún var jafnframt aðsóknarmesta myndin í áströlskum kvikmyndahúsum í fyrra.

Aðalhlutverk: Caitlin Stasey, Rachel Hurd-Wood, Colin Friels, Lincoln Lewis, Deniz Akdeniz og Chris Pang Leikstjórn: Stuart Beattie Lengd: 99 mín. Aldurstakmark: 12 ára Útgefandi: Myndform Útgáfudagur: 13 . október Spenna/Ævintýri

Empire

Page 22 - DVD_oktober_web

This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »