This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »20 myndir mánaðarins
Drama
Órói , eftir leikstjórann Baldvin Z, hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda sem og áhorfenda og er sannarlega mynd sem allt íslenskt kvikmyndaáhugafólk þarf að sjá.
Hinn 16 ára Gabríel er smám saman að vaxa úr grasi og er meira en lítið ringlaður á heiminum í kringum sig. Hann er þó alls ekki einn í þeirri aðstöðu, því nokkrir af bestu vinum og vinkonum hans eru lí ka að stíga sín fyrstu skref í heimi hinna fullorðnu, en sá heimur er ekki beint lí kur sakleysi og áhyggjuleysi æskuáranna.
Gabríel og vinir hans upplifa sín fyrstu kynni af áfengi og partístandi , auk þess sem ástin með öllum sínum vandræðum er farin að láta á sér kræla. Í gegnum þessi , ,ævintýri ’ ’ lendir Gabríel síðan fljótlega í persónulegum vandræðum sem gæti reynst erfitt að losa sig úr.
Til að bæta gráu ofan á svart eru svo ekki allir foreldrar unglinganna það sem mætti kalla góðar fyrirmyndir …
• Órói er byggð á hinum vinsælu unglingabókunum ,,Strákarnir með strípurnar’’ og ,,Rótleysi, rokk og rómantík’’ eftir Ingibjörgu Reynisdóttur. Er hún einnig handritshöfundur myndarinnar ásamt leikstjóranum Baldvini Z.
• Enskur titill myndarinnar er Jitters .
• Órói er fyrsta mynd Baldvins Z í fullri lengd, en áður hafði hann t.a.m gert stuttmyndina Hótel Jörð árið 2009.
• Atli Óskar Fjalarsson, sem fer með hlutverk Gabríels, lék einnig í stuttmyndinni Smáfuglum eftir Rúnar Rúnarsson, en hún hefur vakið heimsathygli og hlotið fjölda verðlauna.
• Það má með sanni segja að Órói haf sópað til sín verðlaunum á fyrstu Kvikmyndaverðlaunahátíð Mynda Mánaðarins og Kvikmyndir. is, sem haldin var á síðasta ári. Meðal annars sigraði hún í fokkunum Besta handrit, Besti íslenski leikarinn í aðalhlutverki (Atli Óskar Fjalarsson), Besta leikstjórn og var valin Besta íslenska myndin.
Velkominn í heim hinna fullorðnu
13. október
Órói
13.
Október
Aðalhlutverk: Atli Óskar Fjalarsson, Hreindís Ylva Garðarsdóttir, Gísli Örn Garðarsson, Birna Rún Eiríksdóttir, Lilja Guðrún Jónsdóttir og Elías Helgi Kofoed-Hansen. Leikstjórn: Baldvin Z.
Aldurstakmark: 12 ára Útgefandi: Samflm.
Útgáfudagur: 13. október.
Kvikmyndir.is
Fréttablaðið
Morgunbalðið
Sjáðu, Stöð 2
This is a SEO version of DVD_oktober_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »