Page 32 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

32 myndir mánaðarins

I Am Number Four er hasarmynd með vísindaskáldsögulegu ívaf og segir frá táningnum John Smith (Alex Pettyfer), sem hefur dulið sitt sanna sjálf og þykist vera ofurvenjulegur menntaskólanemi. Sannleikurinn er hins vegar sá að hann býr yfr ótrúlegum yfrnáttúrulegum kröftum en þarf að reiða sig á verndara sinn, Henri (Timothy Olyphant), til að komast undan illmennunum sem vilja ekkert frekar en að koma honum fyrir kattarnef. Þeir sem voru á undan honum á lista þessarra illmenna eru allir dánir, hver á hrikalegan hátt. Þeir John og Henri þykjast því vera feðgar og fytja á

milli smábæja til að halda sannleikanum um John huldum.

Þegar hann fytur svo í lítinn smábæ í Ohio uppgötvar John svo marga nýja hluti, eins og fyrstu ástina, sem hann fnnur með Söruh (Dianna Agron), ungum ljósmyndara í bænum, nýja og magnaðari hæfleika en hann hefur haft hingað til og tengsl við aðra sem búa yfr svipuðum hæfleikum og hann og jafnvel vitneskju um fortíð hans og fjölskyldu. En slíkir hæfleikar fara ekki duldir að eilífu og þetta mun allt eiga þátt sinn í því uppgjöri sem framundan er.

Punktar

• Myndin er byggð á samnefndri skáldsögu eftir Jobie Hughes og James Frey, en hún var ekki komin út þegar framleiðsla á myndinni hófst. Hún eyddi hinsvegar sjö vikum á toppi New York Times Bestseller listans eftir útkomu.

• Ætlunin er að gefa út sex bóka seríu, en ekki er vitað til þess að gert verði framhald af myndinni. Það er þó ekki útséð þar sem hinar bækurnar eru ekki komnar út enn. • Michael Bay og Steven Spielberg eru báðir meðal framleiðenda, en leikstjórinn D.J. Caruso hefur áður gert myndir eins og Disturbia og Eagle Eye.

• Timothy Olyphant fékk hlutverk sitt á seinustu stundu áður en tökur hófust, af því að Sharlto Copley, sem var upphaflega ráðinn, þurfti að hætta við vegna annarra verkefna.

• Leikarinn Alex Pettyfer vakti fyrst athygli í titilhlutverkinu í Alex Rider: Operation Stormbreaker, en hefur síðan þá leikið í myndunum Wild Child, Tormented og Beastly.

• Mótorhjól Númer Sex er af gerðinni Ducati 848.

• Dianna Agron er heldur betur að slá í gegn, en flestir þekkja hana úr Glee þáttunum, en næsta stóra verkefni hennar er einmitt Glee kvikmyndin sem væntanleg er í þrívídd á árinu.

• Teresa Palmer, sem leikur Númer Sex mun skrifa, leikstýra og leika í mynd að nafni Track Town, en áætluð útgáfa hennar er 2013. Þá er hún væntanleg í Say Nothing, Warm Bodies og Mad Max: Fury Road.

SPENNA / SCI-FI

Aðalhlutverk: Alex Pettyfer, Timothy Olyphant, Dianna Agron, Kevin Durand, Teresa Palmer, Callan McAuliffe, Jake Abel

Leikstjóri: D.J. Caruso

Handrit: Alfred Gough, Miles Millar, Marti Noxon, byggt á skáldsögu e. Jobie Hughes & James Frey

Kvikmyndataka: Guillermo Navarro

Tónlist: Trevor Rabin

Lengd: 109 mínútur

Útgefandi: Samflm

8.

DÓMAR

AÐSÓKN

Bandaríkin:

55,1 milljónir dollara - #25 árið 2011 / 6 vikur á topp 20

Á heimsvísu:

144,5 milljónir dollara - #17 árið 2011

Ísland:

6.443 áhorfendur - #40 árið 2011 / 2 vikur á topp 10

Reel Film Arizona Republic Los Angeles Times Orlando Sentinel Empire

Boxoffce Magazine USA Today IMDb.com

88/100 80/100 70/100 63/100 60/100 60/100 50/100 62/100

Þrír af hans tegund hafa verið myrtir. Hann er númer fjögur.

28. júlí

I Am Number Four

Page 32 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »