This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »
30 myndir mánaðarins
Sanctum er spennutryllir sem segir frá hópi kafara sem stunda það að kafa í neðansjávarhellum. Einn daginn leggur hópurinn upp í mikinn leiðangur til að skoða eitt stærsta, fegursta og afskekktasta hellakerf á jörðinni, Esa-ala hellana í Suður-Kyrrahafnu. Með í för eru feðgarnir Josh og Frank, parið Carl og Victoria, Luko, George og Judes.
Við upphaf leiðangurins fara Frank og Judes að skoða hluta hellisins sem enginn hefur skoðað áður. Slanga Judes slitnar og þarf hún að fá lánaða öndunargrímu Frank til að komast út. Hún fer að ofanda og tekur Frank grímuna af henni, með þeim afeiðingum
að hún drukknar. Josh telur föður sinn hafa drepið hana, hinir standa með Frank, leiðtoga þeirra. Hitabeltisstormur sem geisar á yfrborðinu hrekur þau lengra inn í hellana en þegar þangað er komið festast þau þar inni. Frank hefur lagt mikla vinnu í að rannsaka hellana og veit um annan útgang, en þegar óvænt fóð lokar þeim útgangi algerlega eru góð ráð dýr.
Súrefnið í tönkum þeirra þrýtur brátt og auk þess er enga næringu að fá í hellunum, sem þýðir að hópurinn þarf að fnna nýja leið út úr völundarhúsinu áður en feiri eru dæmdir til að deyja í votri gröf.
Punktar
• Myndin er framleidd af James Cameron og var notuð sama upptökutækni hér og í Avatar.
• Handritið er byggt á reynslu annars höfundanna, Andrew Wright, en hann festist eitt sinn í neðansjávarhelli ásamt fjórtán öðrum þegar inngangurinn að honum féll saman. Var hópurinn fastur í heila tvo daga og þurfti á endanum að finna aðra leið út.
• Þetta er önnur mynd hins efnilega leikstjóra Alister Grierson í fullri lengd. Sú fyrri er verðlaunamyndin Kokoda frá 2006, sem fjallar um bardaga milli ástralskra og japanskra hermanna í seinni heimsstyrjöldinni.
• Grierson og kvikmyndatökumaður hans, Jules O‘Loughlin, kunnu ekkert á þrívíddartækni fyrir gerð myndarinnar og
þurftu að læra að lýsa og taka myndina sérstaklega.
• Myndin var tekin upp í hellum á Mount Gambier-svæðinu í Suður Ástralíu. • Ein af áhættuleikkonum myndarinnar, Agnes Milowka, drukknaði í einum hellana sem notaðir voru við gerð myndarinnar stuttu eftir útgáfu hennar.
• Fjórtán metra hár foss var byggður sérstaklega fyrir myndina, þar sem 20 þúsund lítrar af vatni féllu á hverri mínútu. Þá voru byggðir steypuklettar svo leikararnir gætu í raun klifrað upp þá án þess að þeir gæfu eftir.
• Richard Roxburgh fannst að eigin sögn erfitt að nota öndunarbúnaðinn í undirbúningnum fyrir hlutverk sitt og óttaðist alloft um líf sitt við tökur þrátt fyrir ríkulegan aðbúnað og öryggiskerfi.
SPENNA
Aðalhlutverk: Richard Roxburgh, Ioan Gruffudd, Alice Parkinson, Rhys Wakefeld, Dan Wyllie, Christopher Baker, Allison Cratchley
Leikstjóri: Alister Grierson
Handrit: John Garvin, AndrewWright
Kvikmyndataka: Jules O‘Loughlin
Tónlist: David Hirschfelder
Lengd: 108 mínútur
Útgefandi: Samflm
DÓMAR
AÐSÓKN
Bandaríkin:
23,2 milljónir dollara – 3 vikur á topp 20
Á heimsvísu:
79,4 milljónir dollara - #35 árið 2011
Ísland:
6.159 áhorfendur - #41 árið 2011 / 2 vikur á topp 10
Entertainment Weekly ReelViews Chicago Reader Boxoffce Magazine The Onion A.V. Club Philadelphia Inquirer Quipster‘s Empire IMDb.com Metacritic.com
75/100 75/100 70/100 70/100 67/100 63/100 63/100 60/100 57/100 42/100
Eina leiðin út er niður
28. júlí
Sanctum
This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »