Page 28 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

28 myndir mánaðarins

Spennumyndin The Adjustment Bureau skartar Matt Damon og Emily Blunt í aðalhlutverkum og segir frá þingmanninum David Norris (Damon), sem virðist eiga bjarta framtíð í stjórnmálum næsta vísa. Hann er fyrrum körfuboltaleikmaður, kemur vel fyrir og er sjarmerandi. Fyrir einn fundinn í kosningaherferð sinni hittir hann fyrir slysni dansarann Elise Sellas (Blunt), en kynni þeirra eru stutt í það skiptið.

Stuttu seinna hittir hann hana aftur fyrir slysni og heillast þau hvort af öðru, en þá fer David að taka eftir því að það virðist sem

einhver ósýnileg öf komi stöðugt í veg fyrir að einhver rómantík myndist á milli þeirra og stíi þeim í sundur. Þegar David kemst svo að því að þessi öf eru ekki bara ímynduð líkamning örlaganna, heldur raunverulegt fólk af holdi og blóði sem gerir allt sem það getur til að láta alla hluti fara „eftir áætlun“, fer hann smám saman að fetta ofan af hræðilegum og ótrúlegum sannleika um líf sitt og annarra. Ræður kannski enginn yfr sínum eigin örlögum í lífnu? Það er eitthvað sem David getur alls ekki sætt sig átakalaust við.

Punktar

• Myndin er lauslega byggð á smásögu eftir hinn fræga rithöfund Philip K. Dick. Sögur hans hafa verið innblástur margra mynda, þar á meðal Blade Runner, Total Recall, Minority Report og A Scanner Darkly. • Þetta er fyrsta leikstjórnarverkefni George Nolfi í fullri lengd, en áður hefur hann skrifað handrit mynda á borð við Ocean‘s Twelve, The Sentinel og The Bourne Ultimatum.

• Matt Damon hefur verið afar áberandi að undanförnu, en hann fer með stór hlutverk í bæði Hereafter og True Grit, sem eru nýlega komnar á DVD.

• Símanúmerið sem Elise lætur David fá ((212) 664 7665) er í raun í eigu Universal og hefur birst í fleiri myndum frá því stúdíói, meðal annars Definitely Maybe

og Scott Pilgrim vs. the World. Universal skráði þetta númer til að forðast „555“-númeraklisjuna í kvikmyndum. • Hafnaboltahúfan sem David klæðist og er merkt stafnum „F“ stendur fyrir Fordham-háskóla. Nokkur atriði í myndinni voru tekin þar.

• Næsta mynd Matts Damon er Contagion, nýjasta mynd Stevens Soderbergh, en þar er um að ræða spennutrylli með Sci-Fi ívafi.

• Emily Blunt mun næst birtast í mynd um Prúðuleikarana, sem heitir einfaldlega The Muppets.

• Jon Stewart birtist í eigin persónu í myndinni, eins og í The Beaver, sem er frumsýnd í bíó nú í júlí.

SPENNA

Aðalhlutverk: Matt Damon, Emily Blunt, John Slattery, Terence Stamp, Michael Kelly, Anthony Ruivivar, Anthony Mackie, Michael Kelly

Leikstjóri: George Nolf

Handrit: George Nolf, byggt á smásögu e. Philip K. Dick

Kvikmyndataka: John Toll

Tónlist: Thomas Newman

Lengd: 106 mínútur

Útgefandi: Myndform

8.

DÓMAR

AÐSÓKN

Bandaríkin:

62,5 milljónir dollara - #22 árið 2011 – 6 vikur á topp 20

Á heimsvísu:

116,6 milljónir dollara - #21 árið 2011

Ísland:

2.458 áhorfendur – 2 vikur á topp 10

San Francisco Chronicle The New York Times Washington Post Reel Film Empire

Boxoffce Magazine The Hollywood Reporter IMDb.com

RottenTomatoes.com Metacritic.com

100/100 90/100 88/100 88/100 80/100 80/100 80/100 71/100 72/100 60/100

Hann þarf að berjast fyrir örlögum sínum

28. júlí

The Adjustment Bureau

Page 28 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »