Page 18 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

18 myndir mánaðarins

Anne Hathaway og Jake Gyllenhaal leika aðalhlutverkin í Love and Other Drugs. Gyllenhaal fer með hlutverk Jamie, ungs og orkuríks manns sem nýtur sín engan vegin í starf sínu í raftækjabúðinni þar sem hann vinnur. Auk þess er hann beinlínis að kafna úr sjarma og er rekinn fyrir að sofa hjá kærustu verslunarstjórans.

Eftir það býður Josh (Josh Gad), bróðir Jamies, honum vinnu hjá lyfjafyrirtækinu Pfzer við að selja lyf. Hann fetar sig fjótt og örugglega upp metorðastigann, aðallega með því að beita persónutöfrum sínum óspart á kvenfólk og á

augabragði hefur hann breytt lyfjabransanum. Þegar hann hittir Maggie Murdock (Hathaway), einn sjúklinga skjólstæðings síns, kynnist hann loks jafnoka sínum. Hún sér umsvifalaust í gegnum hann og eru þau orðin bólfélagar innan hálftíma frá fyrsta stefnumótinu. Smám saman heillast hann meira og meira af henni, hann biður hana um að stofna með sér til sambands, en hún neitar honum. Jamie er ekki af baki dottinn og fáir geta staðist sterkasta lyf náttúrunnar, ástina. En ekki líður á löngu áður en kvillar hjá þeim báðum fara að setja strik í reikninginn.

Punktar

• Bæði Gyllenhaal og Hathaway voru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna fyrir leik sinn í myndinni . • Anne Hathaway, sem var kynnir á Óskarsverðlaununum, grínaðist með það að hana hefði undrað að fá ekki tilnefningu til verðlaunanna, þar sem hún hefði farið úr öllum fötunum í myndinni , en það væri yfirleitt nóg. • Myndin er byggð á bókinni „Hard Sell : The Evolution of a Viagra Salesman“ ef tir Jamie Reidy, en þar rekur Jamie kafla í sínu eigin lífi .

• Óskarsleikstjórinn Edward Zwick er þekktari fyrir dramatískar myndir en gamanmyndir, því þetta er aðeins önnur gamanmynd hans á ferlinum. Sú fyrri var About Last Night.

• Við undirbúning kynlífsatriðanna lét Zwick leikarana horfa á rómantískar

gamanmyndir með kynferðislegum undirtón og hafa augun opin fyrir því hvað það var sem kom þeim til í þeim. Sumar af þeim aðferðum rötuðu svo í atriðin í myndinni .

• Zwick bað Gyllenhaal og Hathaway einnig um að spinna mikið af kynlífsatriðunum, í öllum fötunum þó. • Við undirbúning fyrir hlutverk sitt eyddi Gyllenhaal talsverðum tíma með Jamie Reidy, sem myndin byggir á. • Anne Hathaway eyddi einnig þónokkrum tíma með Lucy Roucis, leikkonu sem þjáist af Parkinsons sjúkdómnum, við undirbúning myndarinnar.

• Þetta er önnur mynd þeirra Hathaway og Gyllenhaal , en þau léku hjón í Brokeback Mountain.

DRAMA / GAMAN

Aðalhlutverk: Jake Gyllenhaal, Anne Hathaway, Josh Gad, Judy Greer, Gabriel Macht, Oliver Platt, Hank Azaria, George Segal

Leikstjóri: Edward Zwick

Handrit: Edward Zwick, Charles Randolph, Marshall Herskovitz, byggt á bók e. Jamie Reidy

Kvikmyndataka: Steven Fierberg

Tónlist: James Newton Howard

Lengd: 112 mínútur

Útgefandi: Sena

4.

úlí

DÓMAR

AÐSÓKN

Bandaríkin:

32,4 milljónir dollara – 5 vikur á topp 20

Á heimsvísu:

102,3 milljónir dollara

Ísland:

1.135 áhorfendur

ReelViews Los Angeles Times San Francisco Chronicle The Hollywood Reporter The New York Times The New Yorker The Onion A.V. Club IMDb.com

RottenTomatoes.com Metacritic.com

88/100 80/100 75/100 70/100 70/100 70/100 67/100 66/100 48/100 55/100

Love and Other Drugs

Er til sterkara lyf en ástin?

14. júlí

VERÐLAUN

Golden Globe 2011

2 tilnefningar: Gyllenhaal og Hathaway fyrir leik í gamanmynd.

Satellite Awards 2010

2 tilnefningar: Gyllenhaal og Hathaway fyrir leik í gamanmynd

1 önnur tilnefning.

Page 18 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »