Page 10 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

10 myndir mánaðarins 10 myndir mánaðarins

Spennutryllirinn The Roommate skartar hinum efnilegu Minku Kelly og Leighton Meester í aðalhlutverkum, auk Cam Gigandet, Aly Michalka og Hanneel Harris í öðrum helstu hlutverkum.

Sara (Kelly) er að hefja nám í háskóla og fær herbergi af handahóf á skólavistinni. Þar búa ávallt tveir og tveir saman og fær hún stúlku nokkra að nafni Rebecca (Meester) sem herbergisfélaga. Þeim kemur sem betur fer strax vel saman og verða fjótt bestu vinkonur, ferðast saman til að skoða borgina, fara saman út á lífð og hjálpa hvor annarri að ná í stráka. Sara segir henni allt frá fortíð sinni,

systur sinni sem dó þegar hún var níu ára og fyrrverandi kærastanum sínum, Jason (Matt Lanter) sem sífellt reynir að endurnýja kynnin, auk annarra leyndarmála og er Rebecca hinn besti hlustandi.

En ekki líður á löngu áður en vinir Söru fara að hafa áhyggjur af því að Rebecca sé orðin aðeins of upptekin af henni, fjölskyldu hennar og í raun öllu líf hennar en Rebecca mun gera hvað sem er til að halda þeim sem hafa sært Söru frá henni. En mun Sara uppgötva nákvæmlega hversu mikil þráhyggjan er orðin áður en það verður um seinan?

Punktar

• Handritshöfundurinn Sonny Mallhi hefur áður framleitt nokkra spennutrylla, þar á meðal Shutter og The Strangers.

• Minka Kelly er óðum að skapa sér nafn í Hollywood, en að undanförnu hefur hún leikið í myndunum The Kingdom, (500) Days of Summer og Just Go with It, auk sjónvarpsþáttanna Friday Night Lights og Parenthood.

• Leighton Meester er á svipaðri uppleið, en á síðasta ári lék hún í Date Night, Going the Distance og Country Strong. • Myndin var tekin upp við University of Southern California í Los Angeles.

• Leighton Meester átti upphaflega að leika Söru en var svo fengin til að leika Rebeccu, eftir að Minka Kelly var ráðin. • Þetta er önnur mynd Cam Gigandet og Alyson Michalka gera saman, en þau léku einnig saman í Easy A.

• Billy Zane og Frances Fisher endurnýja hér kynnin eftir þrettán ára bið, en þeir léku saman í Titanic.

• Nina Dobrev sagði frá því á Twitter að hún ætti senu í myndinni, en sú er ekki með Katarinu Graham, mótleikkonu hennar úr The Vampire Diaries, eins og þar kom fram, þó Graham sé einnig í myndinni.

SPENNA

Aðalhlutverk: Minka Kelly, Leighton Meester, Danneel Harris, Cam Gigandet, Aly Michalka, Katerina Graham, Matt Lanter, Billy Zane, Frances Fisher

Leikstjóri: Christian E. Christensen

Handrit: Sonny Mallhi

Kvikmyndataka: Phil Parmet

Tónlist: John Frizzell

Lengd: 91 mínútur

Útgefandi: Sena

DÓMAR

AÐSÓKN

AÐSÓKN

Bandaríkin:

37,3 milljónir dollara - #40 árið 2011 / 1 vika #1 / 5 vikur á topp 20

Á heimsvísu:

40,4 milljónir dollara

Ísland:

1.996 áhorfendur – 2 vikur á topp 10

MTV-kvikmyndaverðlaunin 2011 2 tilnefningar: Meester sem besti þrjóturinn og Kelly fyrir bestu frammistöðu sem ofsahræddur einstaklingur.

Time Out New York L.A. Weekly

The Hollywood Reporter Reel Film IMDb.com

60/100 50/100 50/100 50/100 44/100

The Roommate

2000 háskólar. 16 milljón nemendur. Hver verður herbergisfélaginn þinn?

7. júlí

Page 10 - DVD-juli_2011_web

This is a SEO version of DVD-juli_2011_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »