This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »40 myndir mánaðarins
Tegund: Dansleikur
Kemur út á: PS3, Xbox 360
PEGI aldurstakmark: 12 ára
Útgáfudagur: 16. júní
Framleiðandi: Ubisoft Útgefandi: Myndform
Let´s Dance with Mel B
Tölvuleikir
Hefur þig einhvern tímann dreymt um að dansa eins og færustu dansarar heimsins? Nú gefst þér tækifærið til þess að læra réttu taktana í Let´s Dance with Mel B þar sem fyrrum kryddpían fer yfr öll heitustu danssporin, hreyfngarnar og rétta viðhorfð. Hægt er að velja á milli sex mismunandi danstegunda: Urban, popp, klúbba-, 80´s-, latínó- og partýdansa. Í leiknum getur þú
dansað við fjölbreytta tónlist ýmissa tónlistarmanna á borð við Spice Girls, Pussy Cat Dolls, 50 Cent, Rihönnu og Lady Gaga. Leikurinn býður upp á fjölspilun og er þar af leiðandi tilvalinn sem partýleikur.
Vertu með allt á tæru á dansgólfnu og heillaðu alla upp úr skónum í þessum frábæra leik semstyðst við hreyfmöguleika XBOX360 og PS3.
Tegund: Hasarleikur
Kemur út á: PS3, Xbox 360
PEGI aldurstakmark: 18+
Útgáfudagur: 24.júní
Framleiðandi: EA
Útgefandi: Sena
Í þessumgrjótharða hasarleik sameina krafta sína leikjahönnuðirnir Suda 51 sem gerði meðal annars No More Heroes og Shinji Mikami höfundur Resident Evil leikjanna. Hér fá leikmenn að upplifa helvíti sem aldrei fyrr, en Shadows of the Damned blandar saman bullandi hasar og grófum hrylling til að mynda trufað ferðalag sem menn
verða að upplifa til að trúa. Djöfar hafa stolið kærustu Garcia og þarf hann að ferðast til City of Damned til að ná henni aftur. Með honum í för er fyrrum djöfull sem getur breytt sér í allskyns vopn og halda félagarnir í ferðalag sem er engu líkt.
Shadows of the Damned
Aðeins um viku eftir að Christopher Nolan hóf tökur á nýjustu Batman-myndinni, The Dark Knight Rises, kom fyrsta persónustillan á netið. Eftir miklum krókaleiðum, í gegnum opinbera heimasíðu myndarinnar og Twitter í framhaldinu, gat fólk séð stillu af einni af aðalpersónum myndarinnar, illmenninu Bane. Tom Hardy mun leika kauða, sem er gríðarstór í teiknimyndasögunum en mun víst ekki vera jafn, tja, teiknimyndalega stór í myndinni. Hönnunin á grímunni hans er sérstaklega svöl og í anda klassísku Bane-grímunnar úr sögunum, og gerir okkur bara spenntari að sjá restina af persónunum.
Og það sem fyrst, takk!
FYRSTA MYNDIN ÚR THE DARK KNIGHT RISES KOMIN
This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »