This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »34 myndir mánaðarins
30. júní
How Do You Know er ný gamanmynd frá hinum þekkta og virta leikstjóra James L. Brooks og fara Reese Witherspoon, Owen Wilson, Paul Rudd og Jack Nicholson með aðalhlutverkin. Myndin segir frá hinni rétt rúmlega þrítugu Lisu Jorgenson (Witherspoon), sem er nýbúin að missa sæti sitt í landsliði Bandaríkjanna í hafnabolta kvenna, sér til mikillar angistar. Til að bæta ofan á þá ferils-krísu stendur hún einnig frammi fyrir vandræðum í einkalífnu. Hún hefur verið að fara á stefnumót með hafnaboltaleikmanninum Matty Reynolds (Wilson) og hrífst hún af honum þrátt fyrir
að hann sé ekki beint skarpasti hnífurinn í skúffunni, en þegar hún hittir gamlan kunningja sinn, fjármálabraskarann George Madison (Rudd), fækjast málin. Hann hrífst af henni og hún einnig af honum, en á sama tíma er verið að rannsaka hann og föður hans, klækjarefnn Charles (Jack Nicholson), fyrir fjármálamisferli og gæti hann lent í áralöngu fangelsi ef hann verður fundinn sekur. Þetta gerir baráttu George við hinn einfaldari og beinskeyttari Matty um hylli Lisu mun fóknari en ella. Hvernig á Lisa að vita hvorn hún á að velja?
Punktar
• Þetta er í þriðja sinn semReeseWitherspoon og Paul Rudd leika í sömu mynd, en áður léku þau saman í Overnight Delivery árið 1998 og Monsters vs. Aliens árið 2009. • Bill Murray var á tímabili í viðræðum um að leika hlutverk föður George Madison, en Jack Nicholson fékk það á endanum. • James L. Brooks hefur áður leikstýrt myndum eins og As Good as It Gets, Terms of Endearment, I‘ll Do Anything og Spanglish. Hann á þrjár Óskarsstyttur, allar frá 1984 fyrir Terms of Endearment, en þær standa fyrir Bestu mynd, Bestu leikstjórn og Besta aðlagaða handrit. • Myndin var send í kvikmyndahús í Bandaríkjunum undir dulnefninu List After List.
• Vinnuheiti myndarinnar var Everything You‘ve Got, og í Danmörku varð sá titill ofan á danskri þýðingu myndarinnar; „Alt hvad du har.“
• Næsta mynd Reese Witherspoon verður hasar-gamanmyndin This Means War, sem von er á seinna á þessu ári. • Næsta stóra mynd Paul Rudd verður gamanmyndin Wanderlust, þar sem hann leikur á móti Jennifer Aniston, Malin Akerman og Ray Liotta.
• Kathryn Hahn, sem leikur Annie, mun einnig leika í Wanderlust, sem og Our Idiot Brother, annarri væntanlegri mynd með Paul Rudd.
GAMAN
Aðalhlutverk: Reese Witherspoon, Paul Rudd, Owen Wilson, Jack Nicholson, Kathryn Hahn, Mark Linn-Baker, Lenny Venito, Tony Shalhoub, Yuki Matsuzaki, AndrewWilson
Leikstjóri: James L. Brooks
Handrit: James L. Brooks
Kvikmyndataka: Janusz Kaminski
Tónlist: Hans Zimmer
Lengd: 121 mínútur
Útgefandi: Sena
DÓMAR
AÐSÓKN
Bandaríkin:
30,2 milljónir dollara – 4 vikur á topp 20
Á heimsvísu:
47,7 milljónir dollara
Ísland:
2.612 áhorfendur – 1 vika á topp 10
Philadelphia Inquirer Chicago Tribune Movieline Time Village Voice Chicago Reader Salon.com IMDb.com Metacritic.com
75/100 75/100 75/100 70/100 70/100 70/100 70/100 53/100 46/100
How Do You Know
Hvernig veistu að þú ert ástfangin(n)?
.
This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »