This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »
22 myndir mánaðarins
Battle: Los Angeles er hasarmynd af stærri gerðinni sem segir frá litlu teymi hermanna í sjóher Bandaríkjanna sem er staðsett í Los Angeles, en þar gera þau fátt annað en að halda sér í formi og slaka á þess á milli. Sgt. Michael Nantz (Aaron Eckhart) hugar að því að færa sig í skriffnskuna og hætta að sprikla með ungu stráknunum. Þeir horfa líka undarlega til hans eftir að allir í hersveit hans fórust í seinustu aðgerð.
Einn daginn berast fréttir af dularfullu loftsteinaregni yfr Los Angeles, en fjótlega
kemur í ljós að þetta eru engir loftsteinar heldur háþróaður og afar illskeyttur her utan úr geimnum sem er vart lentur þegar hann hefst handa við að leggja Los Angeles í rúst. Þegar herliðið er sent af stað til að berjast gegn innrásinni og verja óbreytta íbúa Los Angeles af öllu afi kemur í ljós hversu gífurlegt ofurefi er við að etja, og hversu litla von mannkynið á um að lifa þessa árás af. Sgt. Nantz þarf að vinna fullt traust hersveitar sinnar ef hann á að geta náð þeim af svæðinu á líf.
Punktar
• Myndin er innblásin af raunverulegum atburði frá því í febrúar 1942, þegar torkennileg ljós sáust á næturhimninum yfir Los Angeles. Skotið var á ljósin en ekkert haggaði þeim.
• Megnið af myndinni var í raun tekið upp í Louisiana, því skattaafslættir vegna kvikmyndagerðar gerðu það hagstæðara að gera myndina þar en í Los Angeles. • Leikstjóranum Jonathan Liebesman hefur að sögn verið boðið að leikstýra framhaldi Clash of the Titans, sem ber vinnuheitið Wrath of the Titans og á að koma út 2012.
• Tónlist eftir Jóhann Jóhannsson var mikið notuð í stiklum fyrir myndina. • Sjóliðar úr Camp Pendleton aðstoðuðu við þjálfun leikaranna fyrir myndina, en sú þjálfun var mjög ítarleg og að sögn
leikaranna erfið. Fullt af alvöru sjóliðum sjást í aukahlutverkum í myndinni. Í þakkarskyni fyrir vinnu þeirra var myndin forsýnd í búðunum.
• Aaron Eckhart braut á sér handlegginn við tökur á áhættuatriði í myndinni. Hann missti þó ekki dag úr tökum. • Vegna breytinga á handritinu var persóna Michelle Rodriguez ekki til fyrr en mánuði fyrir tökur. Hún fékk þó þjálfun sem flugtæknir, starf sem hún fer líklega að geta sinnt að fullu en margir muna eftir Rodriguez sem þyrluflugmanninum úr Avatar. • Samkvæmt Aaron Eckhart er þetta skemmtilegasta og um leið erfiðasta tökuferli sem hann hefur verið með í. Hann segist ólmur myndi gera framhald og vill helst að það gerist í París.
SPENNA / SCI-FI
Aðalhlutverk: Aaron Eckhart, Michelle Rodriguez, Bridget Moynahan, Michael Pena, Lucas Till, Ne-Yo, Joey King, Noel Fisher
Leikstjóri: Jonathan Liebesman
Handrit: Chris Bertolini
Kvikmyndataka: Lukas Ettlin
Tónlist: Brian Tyler
Lengd: 116 mínútur
Útgefandi: Sena
.
DÓMAR
AÐSÓKN
Bandaríkin:
82,8 milljónir dollara - #10 árið 2011 / 1 vika #1 / 6 vikur á topp 20
Á heimsvísu:
200,9 milljónir dollara - #8 árið 2011
Ísland:
10.167 áhorfendur - #19 árið 2011 / 1 vika #1 / 3 vikur á topp 10
San Francisco Chornicle Chicago Tribune Boston Globe Miami Herald ReelViews Arizona Republic Boxoffce Magazine IMDb.com
75/100 75/100 63/100 63/100 63/100 60/100 50/100 61/100
Battle: Los Angeles
Búið ykkur undir innrás
16. júní
This is a SEO version of DVD-juni_2011_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »