Page 46 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

46 myndir mánaðarins

Operation Flashpoint: Red River

Operation Flashpoint: Red River er sjálfstætt framhald af hinum vinsæla Operation Flashpoint: Dragon Rising. Milli landanna Afganistan og Kína ríkir stríðsástand í Tajikistan. Dalir, bæir og lönd Tajikistan eru blóði þakin eftir átök milli Frelsishers fólksins, skæruliða og landgönguliða Bandaríkjahers. Þú og sveitin þín getið skipt sköpum. Hversu mikið er undir þér komið. Það er ekki hermaðurinn með bestu byssuna eða stærsta hjartað sem mun bera sigur úr býtum á vígvellinum, heldur er það sá hermaður sem er klárastur. Operation Flashpoint: Red River reynir á herkænsku þína og taktíska yfirburði svo þú ráðir ríkjum á vígvellinum.

- Upplifðu það næsta við að vera landgönguliði í

þessum fullkomna herhermi.

- Berstu með vinum þínum á netinu í allt að fjögurra

manna leik og sérverkefnum.

- Spilaðu nokkra mismunandi tegundir landgönguliða

sem henta hverju sinni.

- Öðlastu og eyddu XP-punktum í vopn, fylgihluti og

eiginleika fyrir hvern mann liðsins.

Í gegnum árin hefur verið gerður mikill fjöldi kvikmynda byggður á tölvuleikjum, en útkoman hefur oft verið æði misjöfn. Það breytir því ekki að kvikmyndafyrirtækin halda stöðugt áfram að reyna og á hverju ári bætist í hópinn. Til að sjá hversu erftt þetta hefur reynst birtum við hér lista yfr þær 10 tölvuleikjamyndir sem eru með hæsta einkunn á Internet Movie Database. Lágmarkið er 1.000 atkvæði, og það sést að einkunnirnar eru ekki alveg það sem kemur myndum inn á Topp-250 listann...

Sæti Mynd Einkunn (af 10)

1 Final Fantasy VII: Advent Children (2005) 7,4

2 Street Fighter II: The Animated Movie (1994) 7,1

3 Prince of Persia: The Sands of Time (2010) 6,7

4 Resident Evil: Degeneration (2008) 6,6

5 Silent Hill (2006) 6,5

6 Resident Evil (2002) 6,4

7 Final Fantasy: The Spirits Within (2001) 6,4

8 Resident Evil: Extinction (2007) 6,2

9 Hitman (2007) 6,2

10 Dead Space: Downfall (2008) 6,2

BESTU TÖLVULEIKJAMYNDIRNAR?

Tegund: Skotleikur

Kemur út á: PC, PS3ogXbox360

PEGI aldurstakmark: 18+

Útgáfudagur: 21.apríl 2011

Framleiðandi: Codemasters

Útgefandi: Myndform

Page 46 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »