Page 34 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

34 myndir mánaðarins

Elaine (Scottie Thompson) og Jarrod (Eric Balfour) hafa fogið til Los Angeles til að vera viðstödd afmæli vinar Jarrods, Terry (Donald Faison). Þau fagna með Terry, kærustu hans, Candice (Brittany Daniel) og aðstoðarkonu hans Denise (Chrystal Reed). Á meðan fögnuðinum stendur rífast þau Elaine og Jarrod umhvort þau eigi að fytja til L.A. en í ljós kemur að Elaine er barnshafandi.

Morguninn eftir vakna þau við að undarleg ljós hafa birst yfr borginni og kemur fjótt á daginn að um fjölmörg og gríðarstór geimskip er að ræða. Hinn framandi, bláleiti bjarmi sem af þeim stafar, auk hinnar ótrúlegu stærðar og útlits þeirra, veldur því að fólk um alla

borg hópast út á götur til að virða fyrir sér sjónarspilið.

Hinir ójarðnesku herskarar eru hins vegar með sín eigin áform: að ná hverri og einni einustu manneskju á jarðkringlunni og útrýma mannkyninu að öllu leyti af yfrborði jarðar. Um leið og manneskja er komin út og lítur upp á skipin er orðið of seint að berjast gegn brottnáminu.

Vinahópurinn reynir hvað hann getur að verjast freistingunni og ætlar sér með einhverju móti að fýja hörmungarnar sem dynja á mannkyninu, en það á eftir að reynast hægara sagt en gert.

Punktar

• Leikstjórarnir Colin og Greg Strause fjármögnuðu myndina sjálfr að öllu leyti, án nokkurrar aðstoðar frá stóru framleiðendunum í Hollywood.

• Ekki nóg með það, heldur var myndin tekin upp að nánast öllu leyti á heimili Gregs í Marina del Rey í Kaliforníu.

• Strause bræðurnir eru betur þekktir í Hollywood fyrir brellugerð en leikstjórn en þeir hafa unnið að brellum í myndum líkt og 2012 og Avatar.

• Þrátt fyrir hin sjálfstæðu vinnubrögð er hér að fnna yfr 800 tæknibrelluskot í myndinni, sem er meira en í festum stórmyndum Hollywood.

• Tæplega ár leið frá því að hugmyndin að myndinni fæddist til að hún var komin á hvíta tjaldið, sem telst mjög stuttur tími í Hollywood.

• Þegar þurfti að fnna leikara í hlutverk fréttamanns var leitin ekki löng. Stjórnmálafréttamaðurinn Lawrence O‘Donnell, sem er mjög þekktur í Bandaríkjunum, er náfrændi handritshöfundarins Liam O‘Donnell. • Myndin er öll tekin upp á nýjar Red myndavélar með Mysterium-X bitum í eigu Strause bræðra.

• Bræðurnir eru ákveðnir í að gera framhald myndarinnar fyrir eigið fé og koma svo myndinni í dreifngu. Sú heitir Skyline 2 og er áætluð útgáfa hennar árið 2012. • Bræðurnir vinna nú einnig að kvikmyndinni War of the Ages, áætluð útgáfa 2011 og Blackened, áætluð útgáfa 2012, en þeir eru titlaðir leikstjórar og framleiðendur beggja mynda.

SPENNA / SCI-FI

Aðalhlutverk: Scottie Thompson, Eric Balfour, Brittany Daniel, Chrystal Reed, Neil Hopkins, David Zayas, Donald Faison.

Leikstjórar: Colin og Greg Strause

Handrit: Joshua Cordes og Liam O‘Donnell

Kvikmyndataka: Michael Watson

Tónlist: MatthewMargeson

Lengd: 94 mínútur

Útgefandi: Sena

8.

ríl

DÓMAR

AÐSÓKN

Bandaríkin:

21,4 milljónir dollara – 4 vikur á topp 20

Á heimsvísu:

65,1 milljónir dollara

Ísland:

3.053 áhorfendur – 2 vikur á topp 10

Empire

Entertainment Weekly IMDb.com

*** *** 45/100

Hvað sem þú gerir, ekki líta upp

28.apríl

Skyline

Page 34 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »