Page 28 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

28 myndir mánaðarins

Spennumyndin The Next Three Days skartar Russell Crowe, Elizabeth Banks, Liam Neeson og Oliviu Wilde í aðalhlutverkunum. Hjónin John og Lara Brennan (Crowe og Banks) lifa draumalífnu og njóta tilverunnar í botn. Þau eiga yndislegan son og hjónabandið er í blóma en sælan endist ekki lengi hjá þeim. Einn daginn er Lara fyrirvaralaust handtekin þar sem hún er grunuð um hrottafengið morð á yfrmanni sínum sem hún átti ofsafengið rifrildi við stuttu áður. Hún heldur fram sakleysi sínu en þar sem öll gögn benda til sektar hennar er henni stungið í fangelsi þar sem hún bíður aftöku.

Þremur árum seinna er John að gera sitt besta til að halda fjölskyldunni saman, þar sem hann elur upp son þeirra á sama tíma og hann eyðir öllum lausum stundum í að vinna við að sanna sakleysi Löru. En Lara er þunglynd af vistinni í fangelsinu og sonur hennar vill ekki hitta hana. Þegar síðustu áfrýjun þeirra er hafnað snýr John sér að örvæntingarfyllri áætlun en nokkru sinni fyrr: að koma Löru með einhverjum ráðum út úr fangelsinu. Hann býr til flókna flóttaáætlun, en hann gæti þurft að fórna öllu fyrir konuna sem hann elskar...

Punktar

• Myndin er endurgerð á frönsku spennumyndinni Pour Elle (Anything for Her) frá 2007.

• Leikstjóri og handritshöfundur Pour Elle, Fred Cavayé er sagður hafa verið upp með sér þegar hann frétti að Paul Haggis væri að gera endurgerð af myndinni. „Þetta er skrítin tilfnning“ er haft eftir honum í The Age. „Ég skrifaði handritið í litlu íbúðinni minni í París. Það var stórkostlegt að sjá nafnið mitt við hlið Russel Crowe á netinu!“ • Rapparinn RZA er óðum að skapa sér nafn sem leikari, en hann leikur bæði í þessari mynd og Due Date sem kom á leigur í mars. • Óskarsverðlaunahafnn Russell Crowe er næst væntanlegur í The Man with the Iron Fist sem RZA leikstýrir og áætlað er að komi í kvikmyndahús á árinu. Handritið er í höndum Eli Roth og fokkast myndin sem hasarmynd.

• Paul Haggis, leikstjóri myndarinnar er þekktur fyrir að ná fram frábærum dramatískum leiktilþrifum í myndum sínum, en hann er þekktastur fyrir myndirnar Crash (2004), sem hann hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir og In the Valley of Elah (2007). • Paul Haggis er einnig viðurkenndur handritshöfundur en handrit hans að Crash vann til Óskarsverðlauna en handrit hans að Million Dollar Baby og Letters from Iwo Jima fengu bæði tilnefningu til sömu verðlauna.

• Paul Haggis og Olivia Wilde deila sama afmælisdegi, tíunda mars.

• Olivia Wilde er óðum að skapa sér nafn en hún sló í gegn í þáttunum um House. Þá er hún einnig eftirminnileg í Tron Legacy og beðið er í ofvæni eftir einni af nýjustu myndum hennar, Cowboys and Aliens.

SPENNA

Aðalhlutverk: Russell Crowe, ElizabethBanks, Olivia Wilde, LiamNeeson, BrianDennehy,Michael Buie,Moran Atias, RemyNozik, JasonBeghe, AishaHinds, RZA

Leikstjóri: Paul Haggis

Handrit: Paul Haggis, byggt á handriti Fred Cavayé og Guillaume Lemans

Kvikmyndataka: Stéphane Fontaine

Tónlist: Danny Elfman

Lengd: 122 mínútur

Útgefandi: Myndform

.

DÓMAR

AÐSÓKN

Bandaríkin:

21,1 milljónir dollara – 4 vikur á topp 20

Á heimsvísu:

58,1 milljónir dollara

Ísland:

6.115 áhorfendur – 5 vikur á topp 10

Chicago Reader Reel Film The New Yorker Entertainment Weekly Empire New York Post Movieline IMDb.com

RottenTomatoes.com Metacritic.com

**** **** **** **** *** *** *** 74/100 50/100 52/100

The Next Three Days

Hvað ef þú hefðir aðeins þrjá daga til að bjarga öllu sem þú

elskar?

20.apríl

Page 28 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »