This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »
26 myndir mánaðarins
You Will Meet a Tall Dark Stranger er nýjasta mynd Woody Allen, og að venju er einvalalið leikara í öllumhlutverkum. Myndin fylgir tvennum hjónum, Alfe (Anthony Hopkins) og Helenu (Gemma Jones), og dóttur þeirra, Sally (Naomi Watts) og eiginmanninumRoy (Josh Brolin). Eftir að Alfe yfrgefur Helenu til að endurupplifa æsku sína, aðallega í gegnum ungu vændiskonuna Charmaine (Lucy Punch), fer Helena að lifa líf sínu nánast að öllu leyti eftir fjarstæðukenndum ráðum gervispákonu. Á sama tíma er dóttir hennar Sally óhamingjusöm í sínu hjónabandi og verður hrifn af yfrmanninum Greg (Antonio Banderas), en kemst að því að hann heldur
við listakonu sem hún kynnti hann fyrir. Á meðan bíður Roy í ofvæni eftir viðbrögðum við nýjasta bókarhandriti sínu. Hann verður gagntekinn af Diu (Freida Pinto), dularfullri konu sem hann nær augnsambandi við í gegnum glugga nokkurn, en hún er trúlofuð öðrum. Þegar hann heyrir að vinur hans og kollegi haf látist af slysförum hættir hann á að stela handriti hans og kalla það sitt eigið í von um að Dia láti unnustann gossa. Eins og gefur að skilja geta þrár allra þessara manneskja aldrei náð að uppfyllast átakalaust og upphefst ástarfækja eins og Woody Allen gerir þær bestar.
Punktar
• Nicole Kidman var upphafega ráðin í hlutverk Charmaine, en hætti við vegna þess að tökur rákust á við kvikmyndina Rabbit Hole. Nicole var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir það hlutverk. • Carice van Houten kom einnig til greina í hlutverk Charmaine áður en Lucy Punch var ráðin.
• Þegar myndin var frumsýnd í aðeins 6 kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum náði hún einni hæstu aðsókn pr. sýningarstað af öllum myndum á árinu.
• Woody Allen er með afkastamestu leikstjórum Hollywood, en þetta er ellefta myndin sem hann skrifar og leikstýrir síðan 2000. Hefur hann samtals skrifað og leikstýrt 40 myndum síðustu 44 ár, sem er það langmesta meðal stórra leikstjóra í Hollywood.
• Anna Friel og Celia Imrie voru hvor um sig
aðeins einn tökudag að leika hlutverk sín í myndinni.
• Þetta er fjórða myndin sem Woody Allen tekur upp í London, en Match Point, Scoop og Cassandra‘s Dream voru einnig teknar þar.
• Þetta er fyrsta mynd Woody Allen sem er ekki framleidd af Charles H. Joffe. Joffe lést í júlí 2008 eftir næstum fjörutíu ára samstarf með Allen.
• Línan sem Roy notar til að heilla Sally er í raun ljóð eftir William Carlos Williams. • Myndin var frumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni 2010 en keppti ekki um verðlaun.
• Woody Allen segist hafa skrifað handritið vegna áhuga síns á þörf fólks fyrir að trúa á eitthvað. „Fólk sem gengur vel að blekkja sjálft sig virðist hamingjusamara en fólk sem gengur það verr.“
GAMANMYND
Aðalhlutverk: Gemma Jones, Pauline Collins, Anthony Hopkins, Rupert Frazer, Kelly Harrison, Naomi Watts, Josh Brolin, Frieda Pinto, Antonio Banderas.
Leikstjóri: Woody Allen
Handrit: Woody Allen
Kvikmyndataka: Vilmos Zsigmond
Lengd: 98 mínútur
Útgefandi: Sena
1.
ríl
DÓMAR
AÐSÓKN
Bandaríkin:
3,2 milljónir dollara
Á heimsvísu:
31,2 milljónir dollara
Ísland:
1.830 áhorfendur
Now Magazine Time Out New York Boxoffce Magazine Los Angeles Times The New Yorker Movieline IMDb.com
RottenTomatoes.com Metacritic.com
**** **** **** **** **** *** 65/100 45/100 51/100
Hvað gerist ef allir myndu fylgja eftir hvatvísi sinni?
21.apríl
You Will Meet a Tall Dark
Stranger
This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version
« Previous Page Table of Contents Next Page »