Page 20 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

20 myndir mánaðarins

Í sjöundu og næstsíðustu Harry Potter-myndinni fylgjumst við með Harry, Hermione, Ron og félögum þeirra í baráttu sinni við Voldemort og hin illu öf sem fylgja honum og stefna að því að ná algerri stjórn yfr heimi galdramanna og –kvenna.

Kraftur Voldemorts eykst dag frá degi og það sama á við um áhrif hans í galdraheiminum. Í Galdramálaráðuneytinu er búið að koma fyrir ráðherra og valdafólki sem allt er vinveitt Voldemort og Severus Snape, fylgismaður Voldemorts, er orðinn skólastjóri Hogwarts-skóla eftir að hafa

svikið og myrt Albus Dumbledore í lok síðustu myndar.

Harry, Hermione og Ron hafa ákveðið að snúa ekki aftur til skólans og ferðast nú um í leit að helkrossum til að geta haft roð í Illa herrann. Það er lítil von fyrir þríeykið, þar sem galdraheimurinn er smám saman að renna undir algera stjórn hins illa, og því er mikilvægara en nokkurn tíma áður að allt sem þau taki sér fyrir hendur gangi algerlega upp, en verkefni þeirra er það erfiðasta sem nokkur galdramaður hefur nokkurn tíma tekið sér fyrir hendur. . .

Punktar

• Vegna þess gífurlega fjölda atburða sem eiga sér stað í síðustu bók J.K. Rowling um Harry Potter var ákveðið að skipta myndinni í tvo hluta í stað þess að skera söguna niður. Seinni hlutinn, og þar af leiðandi lokakafi sögunnar, verður frumsýndur í sumar. • M. Night Shyamalan vildi ólmur fá að leikstýra þessari mynd, en fékk ekki starfð. • Emma Thompson hafði lýst því yfr að hún gæti ekki leikið Trelawney í lokamyndunum vegna gerðar sinnar á Nanny McPhee 2. Hins vegar gengu tökur á þeirri mynd svo vel að hún náði að leika hlutverk sitt í The Deathly Hallows.

• Jason Isaacs var mjög efns um að snúa aftur í þessari mynd í hlutverki Luciusar Malfoy, þar sem hann bjóst við að fá mjög lítinn tíma á skjánum af því að persóna hans var handtekin og fangelsuð í lok

fmmtu bókarinnar (og myndarinnar). Þegar Rowling upplýsti hann um að Lucius væri frjáls maður í fyrsta kafa var hann ekki lengi að skrifa undir.

• Bill Weasley er leikinn af Domhnall Gleeson, en faðir hans er Brendan Gleeson, sem leikur Mad-Eye Moody.

• Brendan Gleeson, Michael Byrne, Peter Mullan og David O‘Hara, sem allir leika í þessari mynd, léku einnig saman í Braveheart.

• Á kaffhúsinu sem Harry, Ron og Hermione leita skjóls inni á í London er hægt að sjá plakat fyrir leikritið Equus sem Daniel Radcliffe lék í.

• Tungumálasérfræðingurinn Dr. Francis Nolan var fenginn til að búa til Parseltongue, tungumálið sem skriðdýrin tala í Harry Potter-myndunum.

ÆVINTÝRI / SPENNA

Aðalhlutverk: Daniel Radcliffe, Rupert Grint, Emma Watson, Helena Bonham Carter, Ralph Fiennes, Robbie Coltrane, Jason Isaacs, Rhys Ifans, Brendan Gleeson, Alan Rickman, Bonnie Wright

Leikstjóri: David Yates

Handrit: Steve Kloves, byggt á bók e. J.K. Rowling

Kvikmyndataka: Eduardo Serra

Tónlist: Alexandre Desplat

Lengd: 146 mínútur

Útgefandi: Samflm

5.

ríl

DÓMAR

AÐSÓKN

verðlaun

Bandaríkin:

292,8 milljónir dollara - #5 árið 2010 / #40 frá upphaf / 2 vikur #1 / 10 vikur á topp 20

Á heimsvísu:

946,4 milljónir dollara - #3 árið 2010 / #10 frá upphaf

Ísland:

43.664 áhorfendur - #3 árið 2010 / 3 vikur #1 / 8 vikur á topp 10

Óskarsverðlaun 2011

2 tilnefningar: Besta listræna stjórn / Bestu sjónbrellur

Kvikmyndaverðlaun Mynda mánaðarins og Kvikmyndir.is 2011

2 tilnefningar: Bestu tæknibrellur / Flottasta plakat

Annað: 13 tilnefningar

Boxoffce Magazine Kvikmyndir.is New York Daily News USA Today Orlando Sentinel Empire Roger Ebert IMDb.com

RottenTomatoes.com Metacritic.com

***** **** **** **** **** *** *** 79/100 79/100 65/100

Upphafð að endinum

15.apríl

Harry Potter and the Deathly Hallows: Part 1

Page 20 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »