Page 10 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »

10 myndir mánaðarins

Faster er hasarmynd með Dwayne Johnson, Billy Bob Thornton, Cörlu Gugino, Maggie Grace og Moon Bloodgood í aðalhlutverkum og segir frá fyrrum glæpamanninum Driver (Johnson), sem hefur eytt síðastliðnum tíu árum í fangelsi. Ástæða fangelsisvistarinnar var misheppnað rán, en í því var bróðir hans myrtur á kaldrifjaðan hátt.

Nú er Driver loks laus úr prísundinni og hefur hann aðeins eitt verkefni á dagskrá: að hefna fyrir dauða bróðursins. Það verkefni er hins vegar margþætt og fókið, þar sem hann veit ekki hver aðalsvikarinn var og þarf því

að komast að því á meðan hann sallar niður hina svikarana. Driver hefur ekki verið frjáls maður lengi áður en hann er kominn með þaulreyndan lögreglumann (Thornton) og ungan og kokhraustan leigumorðingja (Oliver Jackson-Cohen) á eftir sér.

Á meðan Driver vinnur í því að tæma hefndarlistann er hann því í lífshættulegum eltingaleik þar sem hann er bæði gerandinn og skotmarkið, úr sitt hvorri áttinni, því eftir því sem feiri falla í valinn verður aðalhrappurinn skæðari í að stöðva Driver áður en hann fnnur sig.

Punktar

• Dwayne Johnson hefur unnið smátt og smátt að því síðustu ár að losa sig við viðurnefni sitt úr glímubransanum, The Rock. Byrjaði það á því að raunverulegt nafn hans fór að fylgja í sviga í blöðum, svo færðist „The Rock“ í gæsalöppum inn í mitt nafnið, en nú er það alveg horfið úr kynningarefni mynda hans. • Hasargoðsögnin Tom Berenger fer með aukahlutverk í myndinni, en eftir mörg mögur ár öðlaðist ferill Toms skyndilega nýtt líf með mögnuðum leik hans í nýjustu mynd Christophers Nolan, Inception.

• Dwayne Johnson hefur ekki sagt skilið við bílatengdar myndir, því hann mun næst birtast í stóru hlutverki í stjörnum prýddri Fast Five, fimmtu Fast & Furious-myndinni.

• Önnur af næstu myndum Dwayne Johnson er framhaldið af Journey to the Center of the Earth, en hún mun heita Journey 2: The Mysterious Island. • Áður en þessi mynd var tekin upp hafði Maggie Grace aldrei ekið beinskiptum bíl. Hún, Johnson og Oliver Jackson-Cohen fóru á sérstakt námskeið til að geta ekið bílunum í myndinni.

• Hringitónninn í síma leigumorðingjans er þemalag vestrans The Good, the Bad and the Ugly frá 1966.

• Billy Bob Thornton, sem leikur lögreglumanninn, leikur einnig stórt hlutverk í The Informers, sem kemur út á DVD nú í apríl.

• Carla Gugino, sem leikur Cicero, fer einnig með hlutverk í Sucker Punch, sem er frumsýnd í bíóum á Íslandi í apríl.

SPENNA

Aðalhlutverk: Dwayne Johnson, Billy Bob Thornton, Moon Bloodgood, Oliver Jackson-Cohen, Maggie Grace, Tom Berenger, Carla Gugino, Mike Epps, Lester Speight, Xander Berkeley

Leikstjóri: George Tillman Jr.

Handrit: Tony Gayton, Joe Gayton

Kvikmyndataka: Michael Grady

Tónlist: Clint Mansell

Lengd: 98 mínútur

Útgefandi: Sena

l

DÓMAR

AÐSÓKN

Bandaríkin:

23,2 milljónir dollara – 4 vikur á topp 20

Á heimsvísu:

25,8 milljónir dollara

Ísland:

4.828 áhorfendur – 3 vikur á topp 10

The Hollywood Reporter Kvikmyndir.is Arizona Republic eFilmCritic IMDb.com

RottenTomatoes.com Metacritic.com

**** **** *** *** 66/100 44/100 44/100

Faster

Hefndin er best framreidd hratt

7.apríl

Page 10 - DVD-APRIL_web

This is a SEO version of DVD-APRIL_web. Click here to view full version

« Previous Page Table of Contents Next Page »