Mikkelsen í nýrri Rogue One-stiklu

Önnur stiklan úr Rougue One: A Star Wars Story er komin út. Þar má sjá Danann Mats Mikkelsen í hlutverki Galen Erso, föður aðalpersónunnar, Jyn Erso, sem Felicity Jones leikur.

rogue-one

Forest Withaker í hlutverki Saw Gerrera og sjálfur Svarthöfði koma einnig við sögu í stiklunni, sem lofar virkilega góðu.

Rogue One fjallar um það hvernig uppreisnarmenn komust að áformunum um Dauðastjörnuna.

Atburðirnir í myndinni eru undanfarar þess sem gerist í Star Wars: A New Hope.

Ekki er víst að fleiri stiklur komi úr Rogue One: A Star Wars Story, því aðeins eru um tveir mánuðir þangað til hún verður frumsýnd.