Michael Haneke sigrar Cannes kvikmyndahátíðina

Ólíkt verðlaunamynd Cannes kvikmyndahátíðarinnar í fyrra, The Tree of Life, virtust allir áhorfendur vera á sama máli um sigurmyndina í ár, Amour, nýjustu kvikmynd leikstjórans Michael Haneke sem hlaut hin virtu Palm d’Or verðlaun í gær.

Fyrir þá sem kannast ekki við kauðann þá er þessi lofaði þýski leikstjóri þekktur fyrir þungar og átakanlegar kvikmyndir á borð við Caché, Funny Games (bæði ’97 og ’07 útgáfunni), The Piano Teacher og The White Ribbon sem hlaut tvær óskarstilnefningar árið 2010 og hlaut einnig Palme d’Or verðlaunin árið 2009, en Haneke er nú annar leikstjórinn sem hlýtur verðlaunin fyrir tvær myndir í röð.


Myndin fjallar um tvö hjón á áttræðisaldri, þau George og Anne, sem þurfa að standasterfiða persónulega lífsreynslu þegar Anne fær heilablóðfall. Myndin hefur fengið einróma lof á hátíðinni og hefur verið lýst sem mjúkari, hrollvekjandi og hjartnæmari kvikmynd sem eyðir engum tíma og virkar bæði klók og óneitanlega áhrifarík að mati gagnrýnenda.

Annað og þriðja sætið, Grand Prix og Prix du Jury, voru veitt kvikmyndunum Reality eftir Matteo Garrone og The Angels’ Share eftir breska leikstjórann Ken Loach. Sú fyrrnefnda fjallar um fiskisala sem þráir heitt að komast í raunveruleikasjónvarp, en sú síðarnefnda er létt gamanmynd, báðum hefur verið lýst sem léttari kvikmyndum en sigurmynd Hanakes.

Verðlaunaafhendingin vakti athygli fyrir að tvær mjög vel lofaðar kvikmyndir hlutu engin verðlaun, Holy Motors eftir Leos Carax sem margir höfðu spáð sigri á hátíðinni eftir að hún var frumsýnd og Rust and Bone eftir Jacques Audiard með Marion Cotillard í aðalhlutverki.

Danski stórleikarinn Mads Mikkelsen hlaut hnossið sem besti leikari í aðalhutverki fyrir kvikmyndina The Hunt, þar sem hann fer með hlutverk kennara sem er ásakaður um að hafa misþyrmt nemanda sínum. Þær Cristina Flutur og Cosmina Stratan hlutu báðar verðlaun fyrir hlutverk sín sem tvær ungar vinkonur sem þurfa að reyna á vináttuna þegar ein þeirra gengur í klaustur í kvikmyndinni Beyond the Hills.

Camera d’Or verðlaunin hlaut Benh Zeitlin fyrir Beasts of the Southern Wild sem sigraði Sundance kvikmyndahátíðina nýlega. Dómnefnd hátíðarinnar var stýrð af ítalska leikstjóranum Moretti og innihélt dómenfndin marga virta einstaklinga á borð við Alexander Payne, Andrea Arnold, Hiam Abbass og Raoul Peck; leikarana Ewan McGregor, Diane Kruger og Emmanuelle Devos og tískuhönnuðunn Jean Paul Gaultier.

Fyrir neðan má sjá stikluna fyrir myndina og örstutta samantekt af verðlaununum sem voru veitt á hátíðinni:

Palme d’Or: „Amour,“ Michael Haneke
Grand Prix: „Reality,“ Matteo Garrone
Prix du Jury: „The Angels’ Share,“ Ken Loach
Prix de la Mise en Scene (Besti leikstjóri): Carlos Reygadas, „Post Tenebras Lux“
Prix du Scenario (Besta handrit): „Beyond the Hills,“ Cristian Mungiu
Camera d’Or (Besta frumraun): „Beasts of the Southern Wild,“ Benh Zeitlin
Prix d’interpretation masculine (Besti leikari): Mads Mikkelsen, „The Hunt“
Prix d’interpretation feminine (Besta leikkona): Cosmina Stratan and Cristina Flutur, „Beyond the Hills“
Palme d’Or fyrir bestu stuttmynd: „Silence“ („Sessis-Be Deng“), L. Rezan Yesilbas