Marvel og Lilly ræða Ant Man

evangeline-lilly-joins-the-hobbit-26283482Marvel á nú í viðræðum við The Hobbit leikkonuna Evangeline Lilly um að leika aðal kvenhlutverkið í ofurhetjumyndinni Ant Man.

Paul Rudd hefur nú þegar verið ráðinn í hlutverk Ant Man. Þá munu þeir Michael Douglas og Michael Pena einnig leika stór hlutverk í myndinni.

Edgar Wright leikstýrir.

Enn er söguþráður myndarinnar á huldu, en menn leiða getum að því að Lilly muni leika kærustu Ant Man og dóttur Pym, sem Douglas leikur.

Í teiknimyndasögunum þá átti Pym reyndar enga dóttur, en menn gefa sér stundum ákveðið skáldaleyfi í kvikmyndunum ef þurfa þykir.

Tökur hefjast í apríl.