Mads Mikkelsen í Höfða í dag – tekur við verðlaunum RIFF

Síðar í dag, föstudaginn 28. september, kl. 15.30 verður danski leikarinn Mads Mikkelsen verðlaunaður með RIFF verðlaunum fyrir framúrskarandi framlag sitt til leiklistarinnar. Athöfnin fer fram í Höfða í Reykjavík og mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, afhenda honum verðlaunin.

Mads sagðist í samtali við Morgunblaðið um síðustu helgi hlakka óvenju mikið til að koma til Íslands. „Sjálf­ur hef ég komið mörg­um sinn­um, fyrst 1996 eða 1997, og á orðið nokkra kunn­ingja þarna upp frá en kon­an mín er á hinn bóg­inn að koma í fyrsta skipti. Gam­an verður að sýna henni landið,“ seg­ir Mads við Morgunblaðið en eig­in­kona hans er danski dans­höf­und­ur­inn Hanne Jac­ob­sen. Þau byrjuðu að rugla sam­an reyt­um árið 1987 og gengu í heil­agt hjóna­band árið 2000.

Mads segist í samtalinu þekkja vel til RIFF, þó hann hafi ekki mikið heyrt um hana rætt erlendis. „Fólk tal­ar bara um hátíðir þegar því er boðið á þær. Meira er rætt um stóru hátíðirn­ar, eins og Cann­es, Fen­eyj­ar og Toronto, enda senda kvik­mynda­gerðar­menn sín­ar mynd­ir þangað. Slík­ar hátíðir snú­ast hins veg­ar meira um viðskipti en kvik­mynda­gerð og ein­mitt þess vegna eru hátíðir eins og RIFF svo mik­il­væg­ar; þær hverf­ast um list­ina sjálfa en ekki markaðinn. Það kann ég að meta.“