Loki snýr aftur – segir Hiddleston

Eftir þriggja ára þögn, þá er hinn ástkæri hálfbróðir Marvel ofurhetjunnar Thor, Loki, mættur aftur, … að minnsta kosti á samfélagsmiðlum.

Tom Hiddleston, sem lék Loka síðast í Thor: The Dark World, birti mynd á Instagram reikningi sínum þar sem hann er í búningi Loka og segir undir myndinni, „He´s Back!“ eða „Hann er mættur aftur“ í lauslegri þýðingu.

hiddle

 

Margir hafa beðið óþreyjufullir eftir að sjá meira af Loka. Eins og fyrr sagði sáum við hann síðast í Thor: The Dark World árið 2013, en myndin endaði á óvissunótum, þar sem Loki í dulargervi, hafði tekið sæti Odin, sem Anthony Hopkins leikur.

Hiddleston lék Loka í Avengers: Age of Ultron, en var klipptur út, þar sem menn höfðu áhyggjur af því að vera hans í myndinni myndi rugla fólk í ríminu.

Nú er bara að bíða og sjá hvort við fáum loksins að sjá Loka þegar Thor: Ragnarok verður frumsýnd í nóvember á næsta ári, eða hvort að biðin verður lengri en það.

He’s back!

A photo posted by Tom Hiddleston (@twhiddleston) on