The Darkest Hour fær nýja stiklu

Geimverumyndin The Darkest Hour er væntanleg á klakann 13. janúar, og ný og líklega síðasta stiklan fyrir myndina var að detta á netið. Myndin er framleidd og „kynnt af“ af hinum aðsvifamikla Rússa Timur Bekmambetov (leiksjóra Wanted) og gerist einmitt í Moskvu til tilbreytingar við allar geimverurnar sem ráðast alltaf beint á Bandaríkin. Leikhópurinn lofar góðu, en þau Olivia Thirlby og Emile Hirsch lei´ða hóp amerískra ungmenna á ferðalagi um Rússland þegar atburðirnir fara í gang. Leikstjóri er Chris Gorak, en hann á eina mynd að baki, kjarnorkuslysspennuna Right at Your Door.

Myndin má eiga það að hún reynir allavega að hafa geimverurnar frumlegar. Það er erfitt á þessum tímum, þegar önnur hver mynd inniheldur einhverskonar geimskrýmsli. Nálgunin sem þessi mynd tekur er einfaldlega að hfafa þær ósýnileg orkusvið, sem eru að sækjast eftir meira rafmagni. Þær búa einnig yfir kraftinum til þess að brenna fólk upp til agna á nokkrum sekúndum, sem gerir baráttuna við þær erfiða. En að sjálfsögðu eru amerísku túristarnir okkar þeir klárustu í Moskvu, og taka til sinna ráða. Hér er stiklan. Hver kemur í bíó í janúar?