Logan með níu milljónir í fyrsta sætinu

Þrjár nýjar kvikmyndir raða sér í þrjú efstu sæti íslenska bíóaðsóknarlistans þessa helgina, en af þeim trónir ofurhetjumyndin Logan hæst, með langmesta aðsókn. Tekjur af sýningum myndarinnar námu nálægt níu milljónum íslenskra króna nú um helgina, en næsta mynd á eftir, Rock Dog, þénaði tæpar tvær milljónir króna. Skammt undan kom svo teiknimyndin Stóra stökkið í þriðja sætinu.

Ein ný mynd til viðbótar er á listanum, myndin A Dog´s Purpose, um hund sem endurfæðist í sífellu og veltir fyrir sér tilgangi lífsins.

Sjáðu bíóaðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: