Litríkur bandamaður

Við sögðum um daginn frá nýrri mynd, Grace of Monaco, um Grace Kelly, Hollywood stjörnuna sem varð furstaynja af Mónakó, þar sem Nicole Kidman fer með hlutverk Kelly.

Fleiri leikarar hafa bæst í leikarahópinn nýlega, en á leikaralistanum eru m.a. Tim Roth sem mun leika furstann og Parker Posey sem leikur Madge Tivey-Faucon.

Nýlega bættist hinn þekkti leikari Derek Jacobi í hópinn en hann mun leika hinn litríka aðalsmann og bandamann Grace, Count Fernando D’Aillieres. 

Jacobi er einn virtasti leikari Englands, aðlaður af drottningunni, og hefur leikið í myndum eins og My Week With MarilynThe King’s Speech, og Gladiator. 

Olivier Dahan, leikstjóri Óskarsmyndarinnar Edith Piaf, leikstýrir.

Myndin er í tökum í Frakkalandi og er væntanleg í bíó árið 2014.