Lincoln fær góða dóma

Margir hafa veðjað á nýjustu mynd Stevens Spielberg, Lincoln, sem líklegan Óskarskandídat á næsta ári. Miðað við viðbrögðin við henni á kvikmyndahátíðinni í New York á hún vafalítið eftir að vera framarlega í kapphlaupinu.

The Guardian gefur henni fjórar stjörnur og gagnrýnandi The Hollywood Reporter segir næsta víst að Lincoln fái að minnsta kosti þrjár tilnefningar til Óskarsins, eða fyrir bestu myndina, besta leikstjórann og besta leikarann.

Daniel Day-Lewis leikur Bandaríkjaforsetann fyrrverandi, Abraham Lincoln, í myndinni. Með önnur hlutverk fara Joseph Gordon-Levitt, Tommy Lee Jones og Sally Field. Frumsýning Lincoln verður 9. nóvember í Bandaríkjunum.