Levitt orðaður við Guardians of the Galaxy

Joseph Gordon-Levitt hefur verið orðaður við aðalhlutverkið í Guardians of the Galaxy sem er byggð á samnefndum myndasögum frá Marvel.

Samkvæmt Deadline er hann líklegur til að taka að sér hlutverk Peter Quill.

Þrír aðrir leikarar hafa verið orðaðir við hlutverk í myndinni, eða Garrett Hedlund, James Marsden og Sullivan Stapleton.

Guardians of the Galaxy er væntanleg í bíó í ágúst á næsta ári.

Joseph Gordon-Levitt, sem lék síðast í The Dark Knight Rises, er einn eftirsóttasti ungi leikarinn í Hollywood. Hann hefur verið orðaður við mörg hlutverk upp á síðkastið. Nú síðast átti hann að leika Batman í nýrri ofurhetjumynd frá Warner, Justice League. Talsmenn leikarans vísuðu þeim fregnum á bug skömmu síðar.