Leikstjóri Poltergeist ráðinn

Gil Kenan hefur verið ráðinn leikstjóri endurgerðarinnar Poltergeist. Kenan hefur áður gert teiknimyndina Monster House og ævintýramyndina City of Ember.

Sam Raimi var áður orðaður við leikstjórastól hryllingsmyndarinnar.

Hin sígilda draugamynd Poltergeist kom út árið 1982 í leikstjórn Tobe Hooper. Einn af handritshöfundum var Steven Spielberg.

Samkvæmt Deadline hafa nokkrir aðilar komið að handriti endurgerðarinnar, eða Scott Derrickson sem leikstýrði Sinister, Juliet Snowden, einn af handritshöfundum The Possession og David Lindsay-Abaire, einn af handritshöfundum Oz the Great and Powerful.