Leikfangasagan lætur toppsætið ekki eftir

Nýjar myndir í bíó náðu ekki að skáka fjórðu leikfangasögunni, Toy Story 4, á íslenska bíóaðsóknarlistanum um síðustu helgi, en nálægt sjö þúsund miðar seldust á myndina, sem höfðar til bíógesta á öllum aldri.

Viddi og fjárhirðirinn ræða málin.

Nýju myndirnar, Annabelle comes Home, Yesterday og Summer 1993 röðuðu sér í annað, þriðja og 21. sæti listans í þessari röð, en Annabelle er hrollvekja úr Conjuring myndaflokknum, Yesterday er gamanmynd með Bítlaþema og Summer 1993 er spænsk drama og fjölskyldumynd.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: