Nýtt á Vodafone Leigunni

SpennumyndÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Eftir útreiðina sem svínin fengu síðast fyrir eggjastuldinn hefur leiðtogi þeirra hannað viðamikla hefndaraðgerð gegn Rauð og félögum þannig að allt stefnir í ný átök. Þá gerist það að nýr óvinur lætur á sér kræla sem ræður yfir tækni til að komast bæði yfir heimkynni reiðu fuglanna og svínanna. Þetta leiðir til þess að hið ótrúlega gerist, að svínin og fuglarnir ákveða í fyrsta sinn að snúa bökum saman, enda er það bersýnlega eina leiðin til að díla við hina sameiginlegu ógn ...
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Þrívíddarteiknimyndin Monsters vs. Aliens hefst hjá Susan Murphy, sem býr í Kaliforníu. Hún verður fyrir loftsteini á leið í eigið brúðkaup og verður skyndilega 17 metra há. Hún verður skrímsli í augum annars fólks og er gripin af hernum, þar sem henni er skellt í einangrun með öðrum skrímslum, Dr. Kakkalakka, brjáluðum vísindamanni með pödduhöfuð, Týnda hlekknum, 20.000 ára gömlum mannfiski sem er kominn alveg úr formi, B.O.B., hlaupkenndu, óeyðanlegu en gagnslitlu skrímsli og Insectosaurus, meira en 100 metra hárri en afskaplega kjarklítilli pöddu Þegar geimverur ráðast skyndilega á Jörðina og hinn illi Gallaxhar krefst algerra yfirráða yfir mannkyninu verða þessi skrímsli skyndilega eina von þess, vilji það lifa af.
Útgefin: 15. október 2009
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Tom McGrath
Söguþráður Megamind er yfirgengilega gáfuð geimvera sem var send í burtu frá heimaplánetu sinni þegar mikil hætta steðjaði að þar. Hann var þó ekki sá eini sem var sendur burt og endaði á jörðinni, því Metro Man lenti á sömu braut og hann. Metro Man verður fljótt mikil stjarna og elskuð ofurhetja á Jörðinni á meðan Megamind lendir utangarðs... Hinn bitri Megamind verður því illmenni en hver einasta tilraun hans til stórkostlegra illvirkja misheppnast þar sem Metro Man kemur ávallt til bjargar. Það breytist einn daginn þegar Megamind sigrar Metro Man óvænt í eitt skipti fyrir öll. Það sem þá gerist er að í stað sigurvímu finnst Megamind allur tilgangur í lífinu horfinn, og býr því til nýja ofurhetju úr einmana myndatökumanninum Hal. Hins vegar ákveður Hal upp á eigin spýtur að í stað þess að verða ofurhetja ætli hann að nota krafta sína gegn mannkyninu, og þá eru góð ráð dýr fyrir ofurillmennið Megamind.
Útgefin: 20. apríl 2011
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Eric Darnell
Söguþráður Ljónið Alex, sebrahesturinn Marty, flóðhesturinn Gloria og gíraffinn Melman eru enn strandaglópar úti í hinum stóra heimi og þrá það mest af öllu að komast aftur heim í dýragarðinn sinn í Central Park í New York. En fyrst verða þau að finna mörgæsirnar sem eru týndar einhvers staðar í Evrópu. Leitin að mörgæsunum leiðir þau Alex, Marty, Melman og Gloriu til Monte Carlo þar sem þau rústa óvart heilu samkvæmi heldri borgara enda eru gestirnir ekki vanir því að ljón sprangi um á meðal þeirra. Þetta vekur hins vegar athygli dýrafangara sem er ekki bara snjöll heldur líka dálítið illa inrætt og hugsar sér gott til glóðarinnar í orðsins fyllstu merkingu ...
Útgefin: 15. nóvember 2012
GamanmyndBarnamyndFjölskyldumyndTeiknimyndUnglingamynd
Söguþráður Vinir okkar eru enn strandaglópar á Madagascar og búa til áætlun um að komast aftur heim til New York, áætlun sem er svo brjáluð að hún gæti gengið upp! Mörgæsirnar hafa komist yfir gamla brotlenda flugvél og koma henni á loft. Gengið lendir í Afríku og lendir þar í hremmingum í leið sinni aftur á heimaslóðir. Þau komast hins vegar að því að Afríka er alls ekki slæmur staður, en er hann betri en gamla góða heimili þeirra í New York ?
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Í dýragarðinum í New York eru ljón, zebrahestur, gíraffi og flóðhestur aðal stjörnur garðsins. En þegar eitt dýranna týnist úr búri sínu, þá brjótast hin þrjú út til að leita að því, sem leiðir til þess að þau enda öll saman í skipi á leið til Afríku. Þegar skipinu er rænt á leiðinni, þá þurfa dýrin, sem öll hafa alist upp í dýragarði, að læra hvernig það er að lifa úti í náttúrunni.
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Jennifer Yuh
Söguþráður Po í draumadjobbinu, sem The Dragon Warrior, verndari friðardalsins ásamt vinum sínum og félögum, hinum fimm fræknu Tigress, Crane, Mantis, Viper og Monkey. En hinu frábæra lífi Po er nú ógnað af nýjum erkióvin, sem ætlar að nota leynivopn til að ná algjörum yfirráðum yfir Kína og eyðileggja Kung Fu bardagalistina. Nú þurfa Po og vinir hans fimm, að fara í ferðalag yfir gervallt Kína til að mæta óvininum. En hvernig getur Po stöðvað vopn sem getur eyðilagt Kung Fu? Hann verður nú að horfa til baka, og uppgötva leyndardóma uppruna sína; aðeins þannig mun honum takast að leysa úr læðingi þá krafta sem hann þarf á að halda.
Útgefin: 15. desember 2011
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Po (Jack Black) er panda sem vinnur í núðlubúð fjölskyldu sinnar en er í raun forfallinn kung fu aðdáandi og dreymir um að verða frægur bardagakappi. Þegar illa stríðsherrapandan Tai Lung (Ian McShane) flýr úr fangelsi þá verður Po valinn af aldargömlum spádómi til þess að stöðva Tai. Draumar Po um kung fu velgengni rætast þar sem hann verður að læra bardagaíþróttina frá heimsfræga kung fu hópnum Tryllta Fimmeykið - Meistari Tigress, Meistari Crane, Meistari Mantis, Meistari Viper og Meistari Monkey undir leiðsögn bardagagúrúsins Meistara Shifu (Dustin Hoffman). Allt veltur á liðinu og þau verða að gera sitt besta til að finna og stöðva hinn illa Tai Lung.
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Víkingaunglingurinn Hiccup býr á lítilli eyju sem nefnist Berk. Þar eru bardagar við dreka daglegt brauð og á Hiccup að verða aðaldrekabani eyjunnar einn daginn. Hins vegar gengur húmor og hugsunarháttur Hiccups illa ofan í aðra íbúa á eyjunni, og þá sér í lagi foringjann, Stock hinn mikla, en það vill svo til að hann er einnig faðir Hiccups. Þegar Hiccup er sendur í drekaþjálfunartíma með jafnöldrum sínum sér hann hins vegar loks tækifæri til að sanna sig fyrir föður sínum. Hann nær að tjóðra einn dreka, en sér umsvifalaust að það er engin ástæða til að drepa hann og þeir verða fljótt vinir. Í stað þess að verða næsti aðaldrekabani lendir Hiccup því í þeirri erfiðu aðstöðu að þurfa að sanna fyrir blóðheitum félögum sínum að það þurfi ekki að drepa dreka til að lifa af á eyunni, en það á eftir að þurfa mikinn sanfæringarkraft til þess ....
Útgefin: 11. nóvember 2010
GamanmyndTeiknimynd
Söguþráður Býflugan Barry. B. Benson lendir í tilvistarkreppu þegar hann útskrifast úr skóla af því að honum stendur aðeins eitt starf til boða... að safna hunangi. Þegar hann hættir sér út fyrir býflugnabúið í fyrsta sinn brýtur hann grunnreglu allra býflugna og talar við manneskju, blómakonu sem nefnist Vanessa. Barry verður afar hneykslaður þegar hann uppgötvar að mennirnar hafa verið að stela hunangi frá býflugum í aldaraðir. Býflugan spræka ákveður að lífsköllun sín sé að fara í mál við mannkynið fyrir þjófnað á þjóðarframleiðslu býflugna.
Heimildarmynd
Söguþráður Myndin fjallar um sýn Waad al-Kateab á heimaborg sína Aleppo í Sýrlandi. Yfir margra ára tímabil fylgist hún með þróun mála á þessum hörmungartímum en á sama tíma verður hún ástangin og eignast sitt fyrsta barn.Ein átakanlegasta mynd ársins sem fjallar á persónulegan hátt um stríð, ástina og ástandið sem íbúar Aleppo hafa búið við síðastu árin.
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Tate Taylor
Söguþráður Einmana kona vingast við hóp unglinga og leyfir þeim að halda partý heima hjá sér. Krakkarnir eru himinlifandi með boðið, en fljótlega fara að renna á þá tvær grímur, þegar svo virðist sem gestgjafinn ætli sér eitthvað annað en upphaflega var talað um ...
Söguþráður
Gamanmynd
Leikstjórn Robert Luketic
Söguþráður Mara er 27 ára gömul og hefur alla tíð verið harðákveðin í að binda sig ekki einum manni og því síður að ganga í hjónaband. Dag einn fer hún á stefnumót með kokkinum Jake og má segja að fyrir tilviljun ákveði þau að sækja saman sjö brúðkaup vina sinna til að sjá hvort það sé eitthvað fyrir þau!
Drama
Leikstjórn May el-Toukhy
Söguþráður Anne er virtur og vel metinn lögfræðingur sem hefur sérhæft sig í málum sem varða misnotkun á börnum. Í einkalífinu hefur henni einnig gengið vel og eiga hún og eiginmaður hennar, Peter, tvær dætur. Þegar Gustav, sonur Peters úr fyrra sambandi, flytur inn á heimilið stofnar hún til forboðins sambands við hann og leggur um leið allt sitt undir, bæði starfsheiður sinn og einkalíf ... með hrikalegum afleiðingum.
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Hlynur Pálmason
Söguþráður Ingimundur er lögreglustjóri sem hefur verið í starfsleyfi frá því að eiginkona hans lést óvænt af slysförum. Í sorginni einbeitir hann sér að því að byggja hús fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til athygli hans beinist að manni sem hann grunar að hafi átt í ástarsambandi við konu sína. Fljótlega breytist grunur Ingimundar í þráhyggju og leiðir hann til róttækra gjörða sem óhjákvæmilega bitnar einnig á þeim sem standa honum næst. Þetta er saga um sorg, hefnd og skilyrðislausa ást.
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn David Leitch
Söguþráður Tveimur árum eftir atburðina í The Fate of the Furious þurfa erkióvinirnir Luke Hobbs og Deckard Shaw að leggja persónulega óvild sína hvors í annars garð til hliðar og snúa þess í stað bökum saman í baráttu við sameiginlegan óvin þeirra, og reyndar alls mannkyns, hinn gríðarlega öfluga Brixton Lore. Að auki kynnumst við nú systur Deckhards, Hattie, sem er heldur ekkert lamb að leika sér við, og bræðrum Lukes sem einnig eru hver öðrum öflugri. Saman leggur þessi vaski hópur til atlögu við hinn genabreytta Brixton Lore sem er ekki bara öflugur og snjall heldur ræður yfir her hryðjuverkamanna.
Útgefin: 5. desember 2019
ÆvintýramyndBarnamyndÍslensk meðframleiðsla
Leikstjórn Fenar Ahmad
Söguþráður Víkingabörnin Röskva og Þjálfi koma í Goðheima með þrumuguðinum Þór og Loka hinum lævísa. Goðheimar eru að hruni komnir og eingöngu krakkarnir geta komið til bjargar.
Drama
Leikstjórn Alex Kendrick
Söguþráður Líf körfuboltaþjálfarans John Harrison tekur óvænt nýja stefnu þegar stærsta verksmiðjan í bænum lokar, og hundruðir fjölskyldna flytja á brott. Nú þarf hann að finna sér nýjan starfa, og tekur að sér að þjálfa vandræðaungling í langhlaupum. Þeir setja markið á sigur í stærsta hlaupi ársins.
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn George Lucas
Söguþráður Fjórði hlutinn í Star Wars seríunni. Myndin byrjar með því að Svarthöfði fer inn í skip uppreisnarmanna. Í sögunni er svo fylgst með sveitastráknum Luke Skywalker, þegar hann og samstarfsmenn hans sem hann hefur nýlega kynnst, Han Solo, Chewbacca, Ben Kenobi, C-3PO, R2-D2, reyna að bjarga uppreisnarleiðtoga, Leiu Prinsessu, úr klónum á hinu illa keisaraveldi. Uppreisnarmenn, Luke og flugmaðurinn Wedge Antilles, gera síðan árás á Dauðastjörnuna.