Náðu í appið

Nýtt á Vodafone Leigunni

ÆvintýramyndFjölskyldumyndRáðgátaTeiknimynd
Leikstjórn Francis Glebas
Söguþráður Þegar gengið frá Hundrað ekru skógi fer að leita að hunangi, þá fær Grísli ekki að fara með af því að hann er of lítill til að hjálpa. Hann er ekki sáttur, og lætur sig hverfa, og vinir hans Eyrnaslapi, Tígur, Roo og Bangsímon, þurfa að nota úrklippubók Grísla sem kort til að finna hann. Á leiðinni komast þeir að því að þessi litli vinur þeirra hefur drýgt hetjudáð á margan hátt.
SpennumyndÆvintýramynd
Söguþráður Abigail býr í borg sem búið er að loka vegna dularfulls faraldurs sem þar geisar, og faðir hennar er einn hinna veiku. Hann var tekinn frá henni þegar hún var sex ára gömul. Abby brýtur reglurnar til að geta fundið föður sinn, og kemst að því að borgin er full af töfrum. Hún kemst einnig að því að hún sjálf hefur ótrúlega töfrahæfileika.
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Anthony Jerjen
Söguþráður Systkini á Appalachia svæðinu í Bandaríkjunum, Kip, Josie og Boots, vinna fyrir sér með sölu á ópíóðum, og reyna að sogast ekki inn í ofbeldið sem fylgir. Þegar ein viðskipti enda á skelfilegan hátt, þá ákveður Kip að hætta í bransanum. En það er hægara sagt en gert.
Spennumynd
Leikstjórn John Landis
Söguþráður Axel Foley er í miðju kafi að rannsaka stórtækan bílaþjófnað, þegar hann rekst á mál sem er mun stærra, þ.e. sömu mennina og skutu yfirmann hans, sem reka mikinn fölsunar svindlhring innan skemmtigarðs í Los Angeles.
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn John Woo
Söguþráður Vísindamaður, sem er vinur IMF ( Impossible Missions Force ) fulltrúans Ethan Hunt, staðsettur í Sydney, vill fá hann til að fylgja sér til Atlanta, sem hann gerir. En í flugvélinni á leiðinni þangað gerist nokkuð undarlegt og Ethan drepur vísindamanninn. Þá kemur í ljós að ekki var um Ethan sjálfan að ræða heldur mann með grímu sem þóttist vera hann. Hann og samstarfsmenn hans stökkva út úr vélinni og vélin brotlendir á fjalli. Alvöru Ethan er síðan beðinn um að taka að sér verkefni en áður en verkefnið hefst er hann beðinn að hafa konu að nafni Nyah Hall með í hópnum, en hún er þjófur sem getur hjálpað til. Hann gerir þetta og fer að hitta yfirmann sinn sem segir honum allt af létta af vísindamanninum og hrapi flugvélarinnar. Hann segir að þar sem hann hafi ekki náð í Ethan, hafi hann sent annan fulltrúa, Sean Ambrose, sem er sérfræðingur í dulargervum, rétt eins og Ethan. Þeir álykta svo sem svo að Ambrose hafi verið sá sem hafi fargað flugvélinni og drepið vísindamanninn, og stolið því sem vísindamaðurinn var með í fórum sínum sem var nokkuð sem kallast Chimera. Nú er það verkefni Ethan að ná því til baka. Hann fær svo að vita að Nyah sé fyrrverandi kærasta Sean og hann vilji fá hana aftur. Ethan hikar af því að það virðist sem svo að þau tvö hafi tilfinningar til hvors annars, en er samt sannfærður um að hún sé besta von þeirra til að finna Ambrose, þannig að hann biður hana um að slást í hópinn, sem hún og gerir.
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Jay Roach
Söguþráður Fyrrum CIA leyniþjónustumaðurinn Jack Byrnes fer, eftir að hafa gefið dóttur sinni leyfi til að giftast hjúkrunarfræðingnum Greg Focker, til Miami til að hitta foreldra Greg, herra og frú Focker, sem eru eins ólík Byrnes hjónunum og hugsast getur. Eins og komið var inn á í fyrri myndinni; hverskonar fólk skírir son sinn Gaylord M. Focker?
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn George Lucas
Söguþráður Tíu árum eftir að "the Phantom Menace" ógnaði plánetunni Naboo, þá er Padmé Amidala orðin þingmaður síns heims. Lítið flokksbrot pólitískra aðskilnaðarsinna, undir forystu Dooku greifa, reynir að ráða hana af dögum. Það er ekki nægt lið af Jedi riddurum tiltækt til að verja Ríkið, ( the Republic ) gegn hættunni, þannig að Palpatine forsætisráðherra kallar eftir hjálp frá Jango Fett, sem lofar því að klónaher hans muni ná tökum á ástandinu. Á sama tíma heldur Obi-Wan Kenobi áfram að þjálfa hinn unga jedi riddara Anakin Skywalker, sem óttast að Jedi tignin, muni koma í veg fyrir að hann geti sinnt ástarsambandi sínu við Amidala.
DramaSöngleikurTónlistarmynd
Leikstjórn Bill Condon
Söguþráður Myndin er byggð á Broadway söngleik um sönghópinn The Dreamettes sem lögðu undir sig vinsældalistana á 5 áratugnum. Myndin gerist í Detroit. Curtis Taylor, Jr., bílasölumaður, haslar sér völl í tónlistarbransanum og hefur stóra drauma. Hann ræður til sín sönghóp með þremur söngkonum, The Dreamettes, og útvegar þeim starf sem bakraddir fyrir James "Thunder" Early, stofnar eigin hljómplötuútgáfu, og byrjar að búa til samninga. Þegar ferill Early fer að dala, þá fá the Dreamettes tækifærið tli að verða aðalnúmerið, með nýrri aðalsöngkonu, Deena Jones. Stuttu síðar þá er Effie White rekin úr hópnum, og Deena og hinar fara beint á toppinn. Hve lengi nær Curtis að halda þeim á toppnum, og mun Effie ná sér á strik á ný?
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Tom Ford
Söguþráður Myndin hefst á því að listasafnseigandinn Susan Morrow fær í hendur handrit að nýrri spennusögu sem fyrrverandi eiginmaður hennar, Edward Sheffield, skrifaði. Þegar hún byrjar að lesa uppgötvar hún að sagan er í raun tileinkuð henni og sambandi þeirra og að í henni leynast skilaboð sem eru greinilega ætluð henni einni. Getur verið að skáldsagan sé í raun sönn saga frá upphafi til enda?
DramaHrollvekjaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Tomas Alfredson
Söguþráður Þegar rannsóknarlögreglumaðurinn Harry Hole fær til rannsóknar hvarf ungrar móður kemst hann fljótlega að því að málið tengist eldri morðmálum þar sem ungar mæður voru myrtar í vetrarbyrjun – um það leyti sem fyrsti snjórinn féll.
Útgefin: 15. febrúar 2018
SpennumyndDramaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Reed Morano
Söguþráður Stephanie Patrick, er á barmi örvæntingar eftir að hafa misst fjölskyldu sína í flugslysi. Þegar hún kemst að því að slysið hafi í raun ekki verið slys, þá leitar hún hefnda á þeim sem bera ábyrgð á verknaðinum.
Gamanmynd
Leikstjórn Miguel Arteta
Söguþráður Þær Mel og Mia eru bestu vinkonur sem hafa gengið saman í gegnum súrt og sætt og reka sína eigin verslun með förðunarvörur. Sá rekstur hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi upp á síðkastið og þegar viðskiptakonan Claire Luna býðst til að koma þeim til bjargar með meira en milljón dollara innspýtingu telja þær sig himin hafa höndum tekið – eða allt þar til þær uppgötva að Claire er sannkallaður úlfur í sauðargæru.
RómantískÆvintýramyndFjölskyldumyndTónlistarmyndTeiknimynd
Söguþráður Myndin fjallar um hina ungu og fögru Bellu sem finnur drungalegan kastala úti í skógi þegar hún týnist, en í kastalanum leynist illgjarnt og ljótt skrímsli. Skrímslið reynist vera prins í álögum, en þau liggja á honum vegna eigingirni sinnar og sjálfselsku og verður ekki aflétt fyrr en honum tekst að finna manneskju til að elska sig. Ásamt honum er allt þjónustufólkið í álögum sem ýmiss konar áhöld, en það einsetur sér að hjálpa Bellu að finna hið góða í skrímslinu og aflétta álögunum áður en það verður of seint...
Útgefin: 21. október 2010
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Stephen Frears
Söguþráður Tamara Drewe er ung blaðakona sem fer heim í gamla þorpið sitt í Dorset til að selja æskuheimili sitt. Ekki vill þó betur til en svo að hún setur í leiðinni ástalíf þorpsbúa í óleysanlega flækju.
Drama
Leikstjórn Bill Condon
Söguþráður Roy Courtnay er svindlari sem lifir á því að svíkja peninga af grunlausum fórnarlömbum. Dag einn telur hann sig hafa hitt á gullnámu þegar hann kynnist efnaðri ekkju, Betty McLeish, sem hann á auðvelt með að vefja um fingur sér enda fer hann létt með að setja upp sjarma séntilmannsins. En þegar áætlun hans um að losa Betty við auðæfin byrjar að fara úrskeiðis hefst ótrúleg atburðarás sem enginn hefði getað séð fyrir.
BarnamyndFjölskyldumyndTeiknimyndSjónvarpsmynd
Söguþráður Simbi og Nala hafa eignast dótturina Kiara. Félagarnir Timon og Pumba eru fengnir til að vera barnapíur, en Kiara á auðvelt með að sleppa frá þeim, og fer á flakk inn á bannsvæðið. Þar hittir hún ljónsunga að nafni Kovu, og þau verða vinir. Það sem hún og foreldrar hennar vita ekki, er að Kovu er sonur Zira, bannfærðri fylgikonu ljónsins Scar, sem nú er horfinn yfir móðuna miklu. Zira hyggst ala Kovu upp til að gera byltingu og velta Simba úr sessi ljónakonungs, og verða sjálfur konungur Pride Lands. Þetta reynir svo um munar á samband Kirara og Kovu þegar þau fullorðnast, en ekki síður reynir þetta á samband Simba við dóttur sína.
Útgefin: 30. ágúst 2012
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Peyton Reed
Söguþráður Ant-Man and the Wasp gerist um tveimur árum eftir atburðina í Captain America: Civil War og segir frá því þegar uppfinningamaðurinn Hank Pym felur Scott Lang nýtt verkefni sem snýst um að grafa upp hættulegt leyndarmál úr fortíðinni. Og í þetta sinn þarf Scott ekki að glíma við vandann einn heldur nýtur hann aðstoðar dóttur Hanks, Hope, öðru nafni The Wasp.
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Steven C. Miller
Söguþráður Frank Penny, lögregluþjónn, sem fallið hefur í ónáð, á í kapplaupi við klukkuna við að finna fórnarlamb mannræningja, eftir að hann drepur óvart mannræningjann. Fórnarlambið er 11 ára dóttir lögreglustjórans og Penny vonast til að tilraunir hans muni rétta hlut hans gagnvart lögreglustjóranum. Penny fær hjálp frá vídeóbloggaranum Ava Brooks, sem fylgist með hverju skrefi hans.
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Espen Sandberg
Söguþráður Mynd um líf og störf norska landkönnuðarins Roald Amundsen, fyrsta mannsins sem fór á Suðurpólinn, árið 1912.
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn John Landis
Söguþráður Í myndinni leikur Eddie Murphy afrískan prins, sem fer til Bandaríkjanna með þá von í brjósti að finna konu til að giftast. Coming to America er fyrsta myndin af mörgum þar sem Eddie Murphy tekur að sér að leika margar mismunandi persónur. Prinsinn ákveður að hann vilji finna ástina á sínum eigin forsendum og án þess að viðkomandi stúlka viti hver hann í raun og veru er, í von um að hún verði ástfangin af honum sjálfum en ekki vegna stöðu hans í lífinu. Besti vinur prinsins, sem jafnframt er hans helsti aðstoðarmaður, sem leikinn er af Arsenio Hall, fylgir honum í Queens-hverfið í New York því hvar væri nú betri staður til að finna nýja drottningu en í Queens? Saman leigja þeir íbúð með einum glugga og múrsteinsveggjum, sem áður var notuð í vafasömum tilgangi. Prinsinn fær sér vinnu á skyndabitastaðnum McDowals sem er í hverfinu en verður fljótt ástfanginn af dóttur eiganda staðarins, sem býr yfir öllum þeim eiginleikum sem prinsinn leitaði að. Prinsinn og aðstoðarmaður hans sigla undir fölsku flaggi og segjast vera erlendir skiptinemar. Myndin snýst um tilraunir prinsins til þess að vinna hönd stúlkunnar, en hún reiðist mjög þegar hún kemst að hinu sanna.