Nýtt á Vodafone Leigunni

DramaÍþróttamynd
Leikstjórn Paddy Considine
Söguþráður Matty Burton er heimsmeistari í hnefaleikum í millivigtarflokki. Núna er hann að nálgast endalok ferilsins, og veit að hann þarf að græða nóg af peningum til að geta hætt að boxa. Stefnan er að tryggja sér heimili fyrir sig og konu sína Emma, og treysta fjárhagslega framtíð þeirra og dótturinnar Mia. Eftir risabardaga við Andre “The Future” Bryte, þá snýr Matty heim til Emmu, en hnígur fljótlega niður í stofunni, vegna áverka úr bardaganum. Þegar Matty vaknar úr dauðadái þá byrjar baráttan fyrir alvöru. Hann þjáist af minnisleysi og persónuleikinn hefur breyst. Nú þarf hann púsla lífi sínu saman á ný, á sama tíma og tilvera hans er að liðast í sundur.
Leikstjórn Luca Guadagnino
Söguþráður Susie Bannion er bandarískur dansari sem kemur til Berlínar til að sækja um danshlutverk hjá hinu virta dansstúdíói Helenu Markos. Þar heillar hún einn helsta danshöfund heims, Madame Blanc, upp úr skónum og áður en varir er hún orðin aðaldansari stúdíósins. En hér býr meira að baki en sýnist!
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Hans Petter Moland
Söguþráður Nels Coxman er heiðursborgari smábæjarins Kehoe í Klettafjöllum og vinnur við að hreinsa snjó af vegum bæjarins og nágrennis hans með öflugustu snjóruðningstækjum sem völ er á. Þegar sonur hans finnst látinn sannfærist Nels um að eiturlyfjakóngur einn á svæðinu beri ábyrgð á dauða hans og sver þess eið að koma fram hefndum, ekki bara gagnvart honum heldur öllu hans gengi. Málið reynist þó talsvert flóknara en Nels gerði ráð fyrir (þótt það væri nú þegar frekar flókið) þegar inn í það blandast mun erfiðari og hættulegri andstæðingar en þeir sem hann hélt að hann ætti í höggi við ...
Útgefin: 16. maí 2019
DramaGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Clint Eastwood
Söguþráður Vegna fjárhagsvandræða tekur garðyrkjufræðingurinn Earl Stone upp á því á gamals aldri að smygla eiturlyfjum fyrir mexíkóskan eiturlyfjahring frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til Michigan og Arizona þar sem hann kemur þeim í hendur dreifenda. Sagan er byggð á sönnum atburðum og sækir efniviðinn í grein Sams Dolnick sem nefnist The Sinaloa Cartel’s 90-Year Old Drug Mule og birtist í The New York Times fyrir nokkrum árum. Þar sagði frá hinum níræða Leo Sharp (sem í myndinni er látinn heita Earl Stone) sem var handtekinn árið 2011 með hátt í 100 kíló af kókaíni í bíl sínum eftir að aksturslag hans hafði vakið athygli lögreglumanns. Í ljós kom að Leo hafði um tíu ára skeið stundað stórfellt kókaínsmygl beint fyrir framan nefið á landamæraeftirlitinu án þess að vekja nokkurn grun. Vakti málið að vonum athygli enda er Leo sennilega elsti maður sem handtekinn hefur verið sem burðardýr auk þess sem hann var nokkuð þekktur innan garðyrkjusamfélagsins í Bandaríkjunum, sérstaklega fyrir ræktun sína á liljum í ýmsum nýjum litaafbrigðum og er eitt þeirra meira að segja nefnt í höfuðið á honum.
GamanmyndDramaÍþróttamynd
Leikstjórn Gilles Lellouche
Söguþráður Hér segir af átta körlum sem eru að nálgast miðjan aldur og eiga hver fyrir sig við ýmiskonar tilvistarkreppu að stríða, bæði sem tengist einkalífinu og framabrautinni. Fyrir tilviljun liggja leiðir þeirra saman í sundi þar sem sú hugmynd kviknar að þeir fari að æfa svokallað samhæft sund undir stjórn tveggja afrekskvenna í íþróttinni, en hún hefur hingað til verið talin „kvennaíþrótt“. Þrátt fyrir efasemdir og byrjunarörðugleika fara karlarnir átta brátt að finna sig í svamlinu og um leið og þeir verða sífellt betri í því fáum við að kynnast hverjum og einum þeirra nánar, vandamálunum sem þeir glíma við og ekki síst hvað það var sem leiddi þá saman í sundhöllinni.
GamanmyndDramaTónlistarmynd
Leikstjórn Richard Loncraine
Söguþráður Þegar Sandra Abbott kemst að því að eiginmaður hennar til 35 ára hefur átt í ástarsambandi við bestu vinkonu hennar pakkar hún niður í hvelli og flytur til systur sinnar, Bif, sem býr í London og lumar á ráðum til að hressa systur sína við. Ekki líður á löngu uns Sandra tekur að átta sig á að það er engin ástæða til að leggja árar í bát heldur nota tækifærið til að lifa lífinu til fulls! Þótt Sandra sé í byrjun bæði döpur og öskureið yfir framkomu eiginmannsins byrjar hún að taka gleði sína aftur þegar Bif kynnir hana fyrir danshóp sem hún er hluti af – og á eftir að reynast það besta sem fyrir Söndru gat komið!
SpennumyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn S. Craig Zahler
Söguþráður Þegar lögreglumennirnir Brett Ridgeman og Anthony Lurasetti eru sendir í sex mánaða launalaust „leyfi“ fyrir að hafa gengið fullharkalega fram við síðustu handtöku ákveða þeir að gerast sjálfir ræningjar, enda hafa þeir bæði kunnáttuna og þekkinguna sem til þarf! Hvorugur gerir sér grein fyrir afleiðingunum ...
ÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikur
Leikstjórn Rob Marshall
Söguþráður Myndin gerist um 25–30 árum eftir atburðina í fyrri myndinni og Banks-krakkarnir Michael og Jane eru sjálf orðin fullorðin. Michael býr enn í húsinu við Kirsuberjagötu og á nú þrjú börn á svipuðum aldri og hann og Jane voru þegar Mary Poppins kom fyrst í heimsókn. Þegar alvarlegur fjölskylduvandi steðjar að sem Banks-fjölskyldan á erfitt með að höndla birtist Mary Poppins á ný á heimilinu, staðráðin í að bjarga málunum og alveg viss um að hún geti það ...
GamanmyndSöguleg
Leikstjórn Laurent Tirard
Söguþráður Árið er 1809 í Frakklandi og kafteinn Neuville þarf að sinna skyldum sínum á vígvellinum áður en hann kvænist sinni heittelskuðu Pauline sem bíður hans svo með slíkri óþreyju að systir hennar Elísabet ákveður að skrifa henni bréf fyrir hans hönd til að hún verði ekki veik – en ekki bara til þess heldur einnig til að kveikja áhuga hennar á öðrum manni því Elísabet er viss um að kafteinninn muni aldrei snúa aftur. Það á hann þó eftir að gera, þremur árum síðar!
DramaÆviágrip
Leikstjórn Adam McKay
Söguþráður Kvikmyndin fjallar um Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna í stjórn Georges W. Bush á árunum 2001 til 2009, en Cheney notaði áhrif sín og völd til að fara sínu fram og er margt af því sem hann gerði verulega umdeilt og verður það um ókomin ár. Dregið er upp á yfirborðið ýmislegt sem Dick Cheney kom til leiðar á sínum stjórnmálaferli og um leið kynnumst við sögu hans, allt frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsvið stjórnmálanna á áttunda áratug síðustu aldar, en Cheney hafði víða komið við áður en hann varð varaforseti.
Útgefin: 3. maí 2019
Drama
Leikstjórn Richard Eyre
Söguþráður Hæstaréttardómarinn Fiona Maye fær til úrskurðar mál þar sem læknar vilja veita ungum manni blóðgjöf til að freista þess að bjarga lífi hans, gegn samþykki hans sjálfs og foreldra hans af trúarlegum ástæðum. Í Bretlandi eru í gildi lög, The Children Act, sem segja fyrir um að velferð barna skuli ávallt höfð að leiðarljósi í dómsmálum sem þau snerta og skipti meira máli en vilji foreldra þeirra eða forráðamanna. Málin vandast hins vegar verulega þegar barnið sjálft er á öndverðri skoðun eins og í tilfelli hins 17 ára gamli Adams sem þjáist af hvítblæði en vill alls ekki þiggja blóðskipti þótt þau gætu bjargað lífi hans. Það gerir málið enn erfiðara fyrir Fionu að hún glímir sjálf við alvarlega tilvistarkreppu á heimavelli þar sem hjónaband hennar og eiginmannsins Jacks riðar til falls ...
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Catherine Hardwicke
Söguþráður Förðunarmeistarinn Gloria er bandarísk kona sem er í heimsókn hjá vinkonu sinni í Mexíkó þegar henni er rænt af þarlendum eiturlyfja- og smyglhring, Las Estrellas, og neydd til að vinna fyrir þá. Hér er á ferðinni hörkuspennandi mynd frá upphafi til enda sem er lauslega byggð á sönnum en alveg ótrúlegum atburðum. Þetta hefst þannig að Suzu sem hefur skráð sig í fegurðarsamkeppni þiggur með þökkum þá aðstoð sem Gloria getur veitt henni. Málin taka hins vegar óvænta stefnu þegar þær fara saman út að skemmta sér og lenda þá í árás Las Estrellas glæpahópsins á skemmtistaðinn sem þær eru staddar á. Þar með breytist líf Gloriu að eilífu ...
Söguþráður
GamanmyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Gary Sinyor
Söguþráður Hinn bjánalegi og misheppnhaði Bob Tree fer í gegnum gulu síðurnar í stafrófsröð til að finna störf, síðan sækir hann um störfin og klúðrar þeim jafnharðan og hann fær þau. Í Bé-unum þá sér hann starf sem yfirþjónn ( butler ) og fer í skrýtið hraðnámskeið með hinum samkynhneigða og brenglaða Mr. Butler. Bob er ráðinn, en eiginlega meira sem barnfóstra og húsmóðir fyrir Jacques, hinn óskýra elskhuga Anne Jamieson og, sem mest er um vert, ofdekruðu krakkana hennar, Bates og Tess, sem eru óalandi og óferjandi krakkaormar, en óvenjulegar aðferðir hans munu líklega koma þeim á óvart.
GamanmyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Ben Stiller
Söguþráður Myndin fjallar um Steven Kovacs og mann sem birtist einn góðan veðurdag í íbúðinni hans og heimtar að fá að vera besti vinur hans, hvað sem það kostar. Þetta hófst þegar Steven var nýhættur með kærustunni sinni og var að flytja í nýja íbúð. Hann langaði til að fá sér áskriftarsjónvarp og vinur hans benti honum á heillaráð til að græða í þeim viðskiptum. Ráðið er að bjóða manninum sem kemur til að tengja kapal áskriftarsjónvarpsins upp á svört viðskipti. Hann fái peninga og Steven í staðinn ókeypis áskrift. En það er þegar fundum Stevens og sendimanns kapalsjónvarpsins ber saman sem örlög arkitektsins unga ráðast. Steven á eftir að komast að því að það er ekkert til sem heitir ókeypis áskriftarsjónvarp. Þessi náungi frá kapalsjónvarpinu er algjör plága. Hann vill enga 50 dollara, hann vill bara að þeir Steven verði bestu vinir og í hans huga er nei ekkert svar.
DramaVestri
Leikstjórn John Badham
Söguþráður Myndin segir sögu Myrl Redding; hestamiðlara frá Wyoming sem lendir upp á kant við Henry Ballard, sem er búgarðseigandi, eftir að Ballard misnotar tvo hesta Myrl, og Indjánann, Billy, sem sér um hestana. Þegar Wilkins dómari vísar kæru Myrl frá, þá breytist krafa Wyrl um að Ballard hjúkri hestunum aftur til heilsu, yfir í mannaveiðar, morð og hefur mögulega áhrif á umsókn Wyoming um að vera viðurkennt sem sjálfstætt ríki.
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Jon S. Baird
Söguþráður Þeir Stan Laurel og Oliver Hardy voru á árunum 1930 til 1950 einhver vinsælasti gríndúett kvikmyndanna og gerðu saman fjölda mynda sem nutu mikillar hylli í kvikmyndahúsum beggja vegna Atlantshafsins, þ. á m. á Íslandi þar sem karakterarnir sem þeir léku voru yfirleitt kallaðir Gøg og Gokke, sem var danska heitið, eða Steini og Olli á íslensku. Myndin gerist á sjötta áratug síðustu aldar þegar þeir félagar koma til Bretlands eftir áralanga vist í Hollywood og ákveða að fara í sýningarferðalag um Bretlandseyjar. Sú ferð gengur hins vegar upp og niður, bæði vegna þess að ferill þeirra er á fallanda fæti þegar þarna er komið sögu og vegna þess Laurel var farinn að tapa heilsu.
GamanmyndRómantískDramaTónlistarmynd
Leikstjórn Jesse Peretz
Söguþráður Sagan er um Önnu Platt sem er vægast sagt orðin þreytt á unnusta sínum til 15 ára, Duncan, ekki síst vegna þráhyggju hans í garð tónlistarmannsins Tuckers Crowe sem hvarf af sjónarsviðinu fyrir 25 árum og Duncan telur merkilegasta tónlistarmann allra tíma. Þegar tilviljun verður til þess að þau Anna og Tucker hittast fer í gang stórskemmtileg atburðarás.
GlæpamyndVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Jeffrey Nachmanoff
Söguþráður William Foster er vísindamaður sem ásamt félaga sínum Ed Whittle hefur þróað aðferð til að færa minni látinna einstaklinga yfir í vélmenni. Þegar eiginkona Williams, Mona, lætur lífið í bílslysi ásamt þremur börnum þeirra fær hann Ed til að hjálpa sér að færa minni þeirra yfir í klónaða líkama svo þau geti lifað á ný. Hvorugur gerir sér grein fyrir afleiðingunum, en þetta á eftir að skapa mörg önnur vandamál sem erfitt reynist að eiga við ...
GamanmyndDrama
Söguþráður Collin þarf að komast í gegnum síðustu þrjá dagana á skilorðinu, til að eiga möguleika á því að byrja nýtt líf. Hann og vandræðagemsinn, æskuvinur hans, Miles, vinna sem flutningamenn, og horfa upp á gamla hverfið sitt breytast í vinsælt tískuhverfi.