Nýtt á Vodafone Leigunni

Gamanmynd
Leikstjórn Fred Wolf
Söguþráður Frank og Nancy Teagarten, eru hin fullkomna lág - efristéttar fjölskylda sem ekur um í spegilgljáandi Range Rover og á heima í smekklegu húsi í Tudor stíl. Dóttir þeirra er að byrja í menntaskóla og þau aka henni fyrsta daginn, og gætu ekki verið stoltari. En þegar innheimtumaður bankar á dyrnar stuttu síðar verður það til þess að hrikta fer í lífsstílnum, og mögulega eru þau ekki eins fjárhagslega stöndug og maður hélt!  En þau eru staðráðin í að koma dóttur sinni í gegnum menntaskólann, og halda því bílskúrssölu á dóti til að afla fjár, en enda svo á klikkuðu fylleríi. Daginn eftir vakna þau og átta sig á að þau hafa gert ýmislegt sem þau hefðu kannski ekki átt að gera.  Í kjölfarið gera þau hvað þau geta til að fela þá staðreynd að ríkidæmið er að dvína.
DramaÆvintýramynd
Leikstjórn Robert Zemeckis
Söguþráður Starfsmaður FedEx póstþjónustunnar, Chuck Noland, er kippt harkalega út úr sínu mjög svo skipulagða lífi þegar hann lendir í flugslysi, og endar aleinn á suðrænni eyðieyju. Í fyrstu þá verður hann örvæntingarfullur og síðan uppgötvar hann hve litla möguleika hann hefur á að komast nokkru sinni aftur í siðmenninguna. Fjórum árum síðar þá er Chuck búinn að læra vel hvernig á að komast af á eigin vegum: Gera við tennurnar, veiða fisk með spjóti og spá fyrir um veðrið með dagatali sem hann bjó til sjálfur. Ljósmynd af kærustu hans Kelly hefur haldið honum vongóðum öll þessi ár. Að lokum þá ákveður Chuck að láta reyna á það að komast aftur heim og býr til fleka úr timbri og setur upp segla sem hann finnur á ströndinni.
DramaÆvintýramynd
Leikstjórn Sean Penn
Söguþráður Christopher McCandless (Hirsch) var afburðarnemandi og góður íþróttamaður. Þess vegna kom það mörgum á óvart þegar hann losaði sig við allar sínar veraldlegu eigur, gaf ævisparnaðinn sinn til góðgerðamála og hélt af stað til Alaska þar sem hann ætlaði að lifa aleinn í óbyggðunum. Á leið sinni til Alaska hitti hann fyrir marga sérstaka karaktera sem höfðu mikil áhrif á hann. Það er ekki laust við að hann hafi líka haft áhrif á marga þeirra, með ákvörðun sinni um að umbylta lífi sínu. Þegar hann loksins komst til Alaska byrjaði hættuförin fyrir alvöru og hann komst að því að baráttan við náttúruöflin er enginn hægðarleikur. Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og er uppfull af spennuþrungnum lýsingum. Mun honum takast að snúa við til sinna fyrri heima eða týnir hann lífinu í óbyggðum? Þetta er einstök saga af manni sem gerir upp lífsferil sinn og lærir það að hamingjan er einskis virði nema maður hafi einhvern til að deila henni með.
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Blake Edwards
Söguþráður Baslandi rithöfundurinn Paul Varjak flytur inn í íbúð í blokk í New York og heillast af fallegum og uppátektasömum nágranna sínum Holly Golightly. Lífstíll Holly ruglar og heillar Paul sama tíma; á almannafæri þá skýst hún á milli partýja, með þokkafullu en um leið fáguðu yfirbragði sínu, en þegar þau eru ein, þá breytist hún í sæta, viðkvæma en taugaveiklaða konu.
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Luc Besson
Söguþráður Anna Poliatova er sannarlega ekki öll þar sem hún er séð því undir fögru yfirborðinu býr miskunnarlaus útsendari rússnesku leyniþjónustunnar sem drepur samkvæmt skipunum, hvort sem er með hefðbundnum vopnum eða berum höndum. Anna sýndi það ung að árum fram á að hún bjó bæði yfir styrk og hæfileikum til að verða einn öflugasti útsendari rússnesku KGB-leyniþjónustunnar þegar fram liðu stundir. En hver var, og er enn, hennar eigin vilji?
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Jon Watts
Söguþráður Skólaárið er á enda runnið og Peter Parker hlakkar til að fara í sumarfrí sem m.a. inniheldur skólaferð til Evrópu, þ. á m. til Feneyja og Lundúna. Til að byrja með vonast Peter til að geta hvílt kóngulóarbúninginn í ferðinni en það á eftir að breytast þegar Nick Fury birtist og fer fram á að hann aðstoði hinn dularfulla Quentin Beck, öðru nafni Mysterio, við að berjast á móti fjórum óvættum sem kallast Elementals og ráða yfir náttúrukröftunum sem kenndir eru við jörð, vatn, eld og vind.
Gamanmynd
Leikstjórn Jason Winer
Söguþráður Charlie er með taugakvilla sem þýðir að miklar tilfinningar, einkum gleði, valda því að það líður yfir hann. Hann býr með bróður sínum og vinnur sem bókavörður í bókasafni, sem hentar honum vel, en hann reynir hvað hann getur að halda aftur af allri gleði og hamingju í lífi sínu. En þá kemur Francesca inn í líf hans, og nú fyrst reynir virkilega á hann.
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Michael Dougherty
Söguþráður Godzilla: King of the Monsters er óbeint framhald myndarinnar Godzilla sem var frumsýnd sumarið 2014. Hér heldur ævintýrið áfram og í þetta sinn þarf Godzilla m.a. að takast á við hið þríhöfða skrímsli Ghidorah sem ætlar sér alheimsyfirráð, en í þeim hrikalegu átökum má mannfólkið síns lítils – eða hvað? Fyrir utan Godzillu koma hér við sögu ýmis önnur skrímsli sem tilheyra sögunni um hana, svo sem Mothra og Rodan ásamt þríhöfðanum Ghidorah sem eirir engu sem í vegi hans stendur. Í gang fer hrikaleg barátta, annars vegar á milli skrímslanna og hins vegar á milli manna sem hafa mismunandi sýn á hvernig höndla eigi ástandið – og um leið á stefnuna sem framtíð mannkynsins tekur ...
RómantískDrama
Leikstjórn Benoît Jacquot
Söguþráður Bertrand Valade er svindlari sem stal bókahandriti frá deyjandi rithöfundi og gaf það út undir eigin nafni. Bókin sló í gegn og nú er Bertrand undir mikilli pressu að skila af sér annarri bók sem hann hefur enga hugmynd um hvernig á að skrifa. Þegar hann hittir hina reyndu Evu breytist allt hans líf.
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Marc Rothemund
Söguþráður Sönn saga Saliya Kahawatte sem dreymdi um að fá starf á lúxushótelinu Bayerischer Hof í München og ákvað því að sækja um. Það var bara eitt vandamál: Saliya var svo sjóndapur að segja má að hann hafi verið blindur. Honum tókst á ótrúlegan hátt að leyna þessari fötlun fyrir starfsmannastjóranum sem réð hann og í nokkra daga vann hann á hótelinu án þess að upp um hann kæmist.
GamanmyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Brendan Walter
Söguþráður Myndin fjallar um bandarískan myndskreytingarmann að nafni Benny sem kemur til Íslands skömmu eftir andlát unnustu sinnar. Benny glímir við andlega kvilla og segist meðal annars vera haldinn áráttu sem felst í þörf fyrir að sleikja hluti. Á Íslandi kynnist hann íslenskri stúlku, Ingu, sem hvetur hann til að ferðast um landið og kynnast íslenskri náttúru, sem hann svo gerir. Á ferðalagi sínu um íslenska náttúru áttar Benny sig hins vegar á því að geðlyf hans eru að klárast, sem gerir það að verkum að hann hættir að geta greint á milli raunveruleikans og ímyndunar.
RómantískDramaSpennutryllirStríðsmyndÆviágrip
Leikstjórn Gavin Hood
Söguþráður Sönn saga bresks uppljóstrara, Katharine Gun, sem lak upplýsingum til fjölmiðla um ólöglega njósnastarfsemi NSA, sem átti að þrýsta á öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að kjósa með árás á Írak árið 2003. Í minnisblaðinu sem var lekið, þá var stungið upp á því að múta óákveðnum meðlimum öryggisráðsins til að kjósa með stríðinu. Blaðamaðurinn Martin Bright birti skjalið í The Observer í London, sem vakti heimsathygli.
GamanmyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Marianna Palka
Söguþráður Þau Bill og Jill eru hjón í millistétt sem eignast hafa fjögur börn en hafa alla tíð átt í ströggli við að halda sér fjárhagslega réttum megin við strikið. Bill hefur þurft að vinna myrkranna á milli á meðan Jill hefur þurft að vera heima með börnin og svo fer að hún bugast af allri pressunni og breytist í hund. Bill veit vart sitt rjúkandi ráð þegar hann kemur eitt sinn heim og krakkarnir hafa lokað mömmu sína niðri í kjallara þar sem hún geltir og urrar og er vís með að bíta hvern þann sem reynir að nálgast hana. Læknar og félagsleg yfirvöld standa ráðþrota gegn þessu og Bill verður að gjöra svo vel og taka sér frí í vinnunni til að hugsa um börnin. Við það fær hann hjálp frá systur sinni, Beth, en spurningin er hvort hann láti ekki að lokum sjálfur undan pressunni ...
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Joe Russo, Anthony Russo
Söguþráður Eftir hamfarirnar í Avengers: Infinity War þá er alheimurinn í rúst, og hetjurnar þurfa að standa saman til að koma lagi á hlutina á ný. Nú er markmiðið að leiðrétta hinar hörmulegu gjörðir Thanosar, sem eyddi helmingi alls lífs, og koma aftur á jafnvægi í heiminum.
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Simon Kinberg
Söguþráður Þegar alvarleg bilun í geimskutlu ógnar lífi geimfaranna í henni fær NASA Charles Xavier til að setja saman björgunarteymi úr hópi X-manna. Aðgerðin heppnast með þeirri undantekningu að Jean Grey verður fyrir gríðarlega öflugri sólareldingu sem hefði átt að ganga af henni dauðri en kallar þess í stað fram í henni nýja og illa útgáfu af persónu sem nefnist Dark Phoenix. Dark Phoenix yfirtekur líkama Jean Grey enda býr hún m.a. yfir ógnarkrafti sólarinnar og er sterkari en allir hinir X-mennirnir til samans. Hvað er til ráða gegn slíkri ógn?
HeimildarmyndÍþróttamynd
Leikstjórn Alex Holmes
Söguþráður Saga Tracy Edwards, 24 ára gömlum bátskokks, sem verður skipstjóri á fyrsta bátnum sem er eingöngu með konur í áhöfninni, í Whitbread kappsiglingunni árið 1989.
RómantískDrama
Leikstjórn Noble Jones
Söguþráður Ed Hemsler er mjög upptekinn af því að undirbúa sig fyrir hamfarir sem mögulega koma aldrei. Ronnie Meisner eyðir mestum tíma sínum í að kaupa hluti sem hún mun mögulega aldrei þurfa á að halda. Þessi tvö rugla saman reitum.
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Deon Taylor
Söguþráður Ung og nýgift hjón kaupa fallegt hús á stóru landi, en síðar kemur í ljós að maðurinn sem seldi þeim eignina, neitar að sleppa hendinni af henni.
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn F. Gary Gray
Söguþráður Þegar MIB-leyniþjónustan fær veður af því að ný tegund geimvera sem geta tekið á sig hvaða mynd sem er hafi uppi áætlun um að taka öll völd á Jörðu með tilheyrandi útrýmingarhættufyrir mannkynið eru þau M og H send út af örkinni til að leysa málið. Það á hins vegar eftir að reynast hægara sagt en gert. H er orðinn nokkuð reyndur í viðskiptum við geimverur en M er nýliði sem er þó alveg sannfærð um að þetta starf sé eins og sniðið fyrir sig. Á það á auðvitað eftir að reyna en þegar sá grunur vaknar að innan MIB-leyniþjónustunnar sé svikari verða málin enn snúnari og hættulegri en nokkur gat séð fyrir ...
GamanmyndDramaSöngleikur
Leikstjórn Anne Fletcher
Söguþráður Willowdean ('Dumplin'), þybbin dóttir fyrrum fegurðardrottningar, skráir sig í fegurðarsamkeppnina Miss Teen Bluebonnet, í mótmælaskyni. Aðrir keppendur feta í hennar fótspor, og umbylta um leið keppninni, sem haldin er árlega í litla bænum þeirra í Texas fylki í Bandaríkjunum.