Leiðinlegt að leika í rómantískum gamanmyndum

Tom Hardy hefur engan sérstakan áhuga á að leika aftur í rómantískum gamanmyndum eftir að hann lék í This Means War. This Means The Awkward Moment

Hún kom út 2012 með Reese Witherspoon og Chris Pine í hinum aðalhlutverkunum.

„Mér finnst gaman að gera hluti sem ég hef ekki prófað áður,“ sagði Hardy við USA Today.

„En ég skildi ekki hvernig var hægt að taka þátt í einhverju ferli sem er svo skemmtilegt en líða svo illa við að búa það til. Ég mun líklega ekki leika aftur í rómantískri gamanmynd,“ sagði hann.

Hardy sést næst á hvíta tjaldinu í endurgerðinni Mad Max: Fury Road sem margir bíða spenntir eftir.