LEGO kvikmynd í burðarliðnum

Warner Bros. Pictures er með nýja kvikmynd í burðarliðnum um heim LEGO. Kvikmyndin hefur fengið nafnið LEGO: The Motion Picture og er áætluð í kvikmyndahús í febrúar á næsta ári.

Athygli vekur að það eru þrír leikstjórar sem koma að myndinni og fjöldi af þekktum leikurum. Það eru þeir Phil LordChris Miller og Chris McKay sem sjá um leikstjórn.

Söguþráðurinn fjallar um ungan mann sem hefur ekki vott af skapandi hugsun og byggir allt eftir leiðbeiningum, því það er bannað að fara út fyrir leiðbeiningarnar í höfuðborg LEGO. Hlutirnir breytast þegar það er ógnað borginni, og þá þarf hann að byggja út frá hugsjónum en ekki út frá leiðbeiningum til þess að bjarga fólkinu.

Leikarahópurinn vekur athygli, því skærustu stjörnur Hollywood hafa tekið að sér hlutverk. Má þar nefna Morgan FreemanWill FerrellLiam NeesonElizabeth Banks og Channing Tatum.