Lara Croft leitar föður síns – fyrsta stikla úr Tomb Raider

Eins og flestum ætti að vera í fersku minni þá lék Angelina Jolie tölvuleikjapersónuna Lara Croft í tveimur myndum fyrir allnokkrum árum síðan. Nú er ný Lara Croft komin fram á sjónarsviðið, Óskarsverðlaunaleikkonan Alicia Vikander.


Fyrsta stiklan úr myndinni er nú komin út, og það er óhætt að segja að hasaratriðin lofa góðu, miðað við það sem sést í stiklunni.

Tomb Raider er sem fyrr sagði byggð á vinsælum tölvuleik um hina kraftmiklu Lara Croft, dóttur sérlundaðs landkönnuðar og vellauðugs athafnamanns sem hvarf þegar hún var unglingur.  Hún ákveður að fara að leita föður síns, á þeim stað þar sem síðast fréttist af honum, dularfullri eyju undan Japansströndum, að því  er best verður séð.

Von er á kvikmyndini í bíó 16. mars 2018. Leikstjóri er Roar Uthaug, sem leikstýrði The Wave.

Aðrir helstu leikarar eru Walton Goggins, Daniel Wu og  Dominic West.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan: