LaBeouf vill kærustu geðbilaðs morðingja – Fyrsta stikla!

Kvikmyndafyrirtækið Millennium Entertainment hefur birt fyrstu stikluna úr mynd leikstjórans Fredrik Bond, Charlie Countryman, með þeim Shia LaBeouf, Evan Rachel Wood, Mads Mikkelsen, Melissa Leo og Rupert Grint í stærstu hlutverkunum.

CharlieCountryman-Poster-535x361

Myndin var frumsýnd á Sundance kvikmyndahátíðinni í byrjun ársins, og fékk þá misjafnar viðtökur gagnrýnenda. Myndin þykir mjög stílfærð í ætt við tónlistarmyndband.

LaBeouf leikur bandarískan ferðamann sem fer til Evrópu til að uppfylla draum móður sinnar, en verður ástfanginn af fallegri rúmanskri stúlku, Gabi, sem Rachel Wood leikur, en hún er fyrrum eiginkona geðsjúks glæpamanns að nafni Nigel, sem Mikkelsen leikur.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Leikstjórinn, Bond, sem er virtur auglýsinga- og tónlistarmyndbandaleikstjóri, hefur samkvæmt vefsíðunni Filmofilia.com gert nokkrar breytingar á myndinni frá því hún var sýnd á Sundance hátíðinni.

Söguþráðurinn er þessi:

Þegar látin móðir hans birtist honum og segir honum að fara til Búkarest í Rúmeníu, þá fer Charlie umsvifalaust um borð í flugvél og flýgur yfir Atlantshafið. En þegar hann hittir farþega á sömu leið, þá man hann annað loforð sem hann vill efna. Charlie gerir það og verður yfir sig ástfanginn af Gabi, fallegri tónlistarkonu.

En geðsjúkur glæpamaður hefur þá þegar fest sér Gabi sem kærustu, og ætlar sér ekki að sleppa af henni hendinni. Charlie er ákveðinn í að vernda hana, og fer inn í rúmenska undirheima, sem eru fullir af ofbeldi og, því sem skýtur kannski skökku við; ást.

Charlie-Countryman-Poster-535x773

Charlie Countryman, sem áður hét The Necessary Death of Charlie Countryman, verður frumsýnd samtímins í Bandaríkjunum á VOD og í bíó 15. nóvember 2013 nk.