Kvikmyndaárið 2014

Margar áhugaverðar kvikmyndir eru væntanlegar frá Hollywood árið 2014, og velta eflaust margir fyrir sér hvaða kvikmyndir þær eru sem má alls ekki fram hjá sér fara. Undirritaður fór yfir úrvalið og setti saman lista yfir þær myndir sem verða frumsýndar árið 2014 og gætu hugsanlega skarað fram úr.

10. „The Amazing Spider-Man 2“
Frumsýnd: 2. maí
Aðalhlutverk: Andrew Garfield, Emma Stone, Dane DeHaan, Jamie Foxx
Leikstjórn: Marc Webb
Söguþráður: Í The Amazing Spider-Man 2, á Peter Parker annríkt eins og fyrri daginn, á milli þess sem hann berst við illmenni í búningi Köngulóarmannsins og eyðir tíma með kærustunni, Gwen, þá líður að útskrift úr menntaskóla. Peter er ekki búinn að gleyma loforðinu sem hann gaf föður Gwen um að vernda hana með því að halda sig fjarri henni – en það er loforð sem hann einfaldlega getur ekki staðið við. Hlutirnir breytast fyrir Peter þegar nýr þorpari, Electro, leikinn af Jamie Foxx, kemur fram á sjónarsviðið, ásamt því sem hinn gamli vinur hans Harry Osborn, sem Dane DeHaan leikur, snýr aftur. Auk þess koma í ljós nýjar upplýsingar úr fortíð Peters.

9. „Noah“
Frumsýnd: 28. mars
Aðalhlutverk: Russell Crowe, Logan Lerman, Jennifer Connelly, Emma Watson
Leikstjórn: Darren Aronofsky
Söguþráður: Nói, úr Biblíusögunni um Örkina hans Nóa, fær vitrun og sér sýnir um hellirigningu sem myndi valda alheimsumróti. Hann ákveður að sitja ekki og bíða heldur undirbúa sig fyrir flóðið sem hann telur vera í vændum til að vernda fjölskyldu sína.

8. „Maleficent“
Frumsýnd: 30. maí
Aðalleikarar: Angelina Jolie, Sharlto Copley, Juno Temple.
Leikstjórn: Robert Stromberg

7. „Transcendence“
Frumsýnd: 18. apríl
Aðalleikarar: Johnny Depp, Kate Mara, Paul Bettany, Morgan Freeman
Leikstjórn: Wally Pfister
Söguþráður: Tveir snjallir tölvunarfræðingar vinna saman að tæknilegri fullkomnun, en róttæk and-tæknisinnuð samtök berjast gegn því að þeir nái að skapa heim þar sem tölvur geta farið fram úr mannlegum heila.

6. „Into the Woods“
Release Date: Dec. 25
Starring: Johnny Depp, Meryl Streep, Emily Blunt, Anna Kendrick
Director: Rob Marshall
The Scoop: Stephen Sondheim’s beloved stage musical finally becomes a big-screen fairy tale courtesy of „Chicago“ director Rob Marshall, sporting an A-list cast of crooners including Depp as the Wolf, Streep as the Witch (which also absorbs the stage role of the Mysterious Man), Blunt as the Baker’s Wife and Kendrick as Cinderella. Oh, you also get Chris Pine as the Prince, Tracey Ullman as Jack’s Mother and Christine Baranski as Cinderella’s Stepmother. Bring on those Oscar noms and soundtrack downloads!

5. „The Hobbit: There and Back Again.“
Frumsýnd: 17. desember
Aðalleikarar: Martin Freeman, Ian McKellen, Evangeline Lilly.
Leikstjórn: Peter Jackson

4. „X-Men: Days of Future Past“
Frumsýnd: 23. maí
Aðalleikarar: Patrick Stewart, Ian McKellen, James McAvoy, Michael Fassbender
Leikstjórn: Bryan Singer
Söguþráður: Í X-Men: Days of Future Past eiga hetjurnar í vanda með dimman hliðarheim þar sem stökkbreyttir eru veiddir og drepnir af vélmennum undir stjórn Bolivar Trask, leikinn af Peter Dinklage. Prófessor X og Magneto finna aðferð við að senda Logan, öðru nafni Wolverine, aftur í tímann – sem skýrir áttunda áratugs myndina, en þar þarf hann að finna yngri útgáfur X-mannanna og fá hjálp þeirra við að breyta framtíðinni.

 

3.“Sin City: A Dame To Kill For“
Frumsýnd: 22. ágúst.
Aðalleikarar: Jessica Alba, Josh Hartnett, Michael Madsen
Leikstjórn: Robert Rodriguez
Söguþráður:  Eins og forveri sinn mun Sin City 2 einblína á nokkrar sögur úr heiminum sem Miller skapaði, en að þessu sinni verða þær ‘A Dame to Kill For’, smásagan ‘Just Another Saturday Night’ og tvær nýjar sem Miller hefur skrifað sérstaklega fyrir myndina. Staðfest hefur verið að karakterarnir Marv (leikinn af Mickey Rourke) og Nancy Callahan (leikin af Jessicu Alba) snúi aftur, enda eru þau í upprunalegu ‘Dame’ sögunni, en það sem gæti breyst er hver mun taka við hlutverki Marv.

2.“The Monuments Men“
Frumsýnd: 
28. febrúar
Aðalleikarar: George Clooney, Matt Damon, John Goodman.
Leikstjórn: George Clooney
Söguþráður: Myndin er byggð á sannri sögu um stærstu fjársjóðsleit sögunnar. Myndin fjallar um óvenjulega herdeild í Seinni heimsstyrjöldinni, sem forseti Bandaríkjanna sendi inn í Þýskaland til að bjarga listaverkum og menningarverðmætum úr höndum Nasista og koma þeim til réttmætra eigenda. Verkefnið er snúið, sérstaklega þar sem það þarf að fara inn á svæði óvinarins þegar Þjóðverjar reyndu að eyðileggja sem mest áður en þriðja ríkið féll endanlega. Í liðinu voru sjö safnstjórar, sýningarstjórar, listfræðingar, sem allir eru vanari því að handleika listaverk en byssur og morðtól. Hópurinn kallaðist The Monuments Men, og þurfti að keppa við klukkuna til að koma í veg fyrir því að 1.000 ára saga yrði eyðilögð. Þeir settu líf sitt í hættu til að vernda mörg helstu sköpunarverk mannkynsins.

1. „Interstellar“
Frumsýnd: 7. nóvember
Aðalleikarar: Matthew McConaughey, Jessica Chastain, Anne Hathaway, Michael Caine
Leikstjórn: Christopher Nolan
Söguþráður: Mynd byggð á kenningum eðlisfræðingsins Kip Thorne um þyngdaraflssvæði í geimnum, ormagöng, tímaferðalög og fleiri kenningar sem Albert Einstein náði aldrei að sanna.

Stikk: