Kurteist fólk með nýja kitlu

Glæný kitla er komin inn á kvikmyndir.is úr mynd Ólafs Jóhannessonar, Kurteist fólk. Með aðalhlutverk í myndinni fer Stefán Karl Stefánsson en með önnur stór hlutverk fara m.a. Eggert Þorleifsson, Hilmir Snær Guðnason og Ágústa Eva Erlendsdóttir.

Kurteist fólk fjallar um óhæfan verkfræðing sem lýgur sig inn í samfélag á Vesturlandi og þykist geta komið sláturhúsi staðarins í gang á ný. Óafvitandi gengur hann inn í litla heimsstyrjöld sem ríkir í einkalífi íbúa og pólitík bæjarfélagsins.

Ýtið hér til að fara inn á síðu myndarinnar hér á kvikmyndir.is og smellið á hlekkinn undir vídeóspilaranum til að horfa á kitluna.

Heimasíða myndarinnar er hér og Facebook síða myndarinnar er hér.

Myndin verður frumsýnd þann 31. mars nk.