Kósýkvöld í kvöld?

Stóru íslensku sjónvarpsstöðvarnar þrjár bjóða upp á fínt úrval af bíómyndum í kvöld, laugardagskvöldið 17. nóvember 2013. Allir sem ákveða á annað borð að taka því rólega heima í kvöld, ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Hér fyrir neðan er yfirlit yfir myndir kvöldsins – athugið að hægt er að smella á heiti mynda til að fá meiri upplýsingar um þær, skoða stiklur ofl.

Skjár einn

Boyz n’ the Hood

Það er ekki tekið út með sældinni að alast upp í Compton í Los Angeles. Myndin fjallar um strákana í hverfinu sem flestir eiga eftir að komast í kast við lögin.

Aðalhlutverk eru í höndum Ice Cube og Cuba Gooding Jr.

Rocky III

Bandarísk kvikmynd frá árinu 1982. Rocky þarf nú að berjast við ungan mann sem hefur getið sér gott orð í hringnum. Ítalski folinn hefur notið mikillar velgengni en er sakaður af hinum unga hnefaleikakappa um að berjast eingöngu við auðvelda andstæðinga.


Aðalhlutverk eru í höndum Sylvester Stallone og Mr. T.

 

RÚV

Baráttan um brúðgumann ( The Romantics )

The Romantics segir frá sjö vinum sem tengdust sterkum böndum í háskóla en hafa síðan haldið hver í sína áttina. Nú sex árum síðar eru tveir vinanna, Lila og Tom að fara að gifta sig og ákveða að kalla vinahópinn saman að nýju í tilefni af því. Laura, Minnow, Jake, Tripler og Chip mæta öll á svæðið stuttu fyrir brúðkaupið, en Laura á að vera brúðarmær Lilu. Það sem flækir málin þó töluvert er að Laura og Tom voru kærustupar í háskóla, og skildu að skiptum á nokkuð sársaukafullan hátt. Laura hefur aldrei komist almennilega yfir Tom og Tom virðist sjálfur nokkuð ringlaður þegar hann sér Lauru á ný. Þetta setur brúðkaupið að sjálfsögðu í algert uppnám og ljóst að einhver mun ganga særður frá borði.

Leikstjóri er Galt Niederhoffer og meðal leikenda eru Katie Holmes, Anna Paquin, Josh Duhamel, Candice Bergen og Elijah Wood.

Bandarískur bófaforingi ( American Gangster )

Bandarísk bíómynd frá 2007. Þegar einn af stærstu dópkóngum Manhattan geispar golunni grípur einkabílstjórinn hans, Frank Lucas (Denzel Washington), tækifærið og kemur sér í valdastöðu. Frank er harður í horn að taka og er farinn að stjórna eiturlyfjabransa borgarinnar áður en langt um líður. Þökk sé viðskiptaviti hans flæðir hreinna efni um göturnar á mun betra verði en áður. Richie Roberts (Russell Crowe) er lögreglumaðurinn sem tekur eftir því að göturnar hafa breyst og hann grunar að einhver nýr sé við stjórnvölinn í glæpabransanum. Hann er álíka harður í horn að taka og Frank, enda hafa þeir báðir einstaklega öguð vinnubrögð. Þeir standa hins vegar sitt hvorum megin við lögin sem þýðir að átök milli þeirra verða ekki flúin.

Leikstjóri er Ridley Scott og í helstu hlutverkum eru Denzel Washington, Russell Crowe, Chiwetel Ejiofor og Josh Brolin.

Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.

Stöð 2

Main Street

Main Street gerist í lítilli borg í Suðurríkjum Bandaríkjanna, Durham í Norður-Karólínu. Hefur samfélagið þar ávallt verið afar náið, þrátt fyrir að margt megi betur fara í bænum, en nú er svo komið að hnignun hefur tekið við og framtíðin er ekki alltof björt. Einn daginn mætir ókunnugur maður á svæðið og þegar hann sér hvernig ástandið í bænum er kynnir hann umdeilda áætlun til að koma bænum aftur til fyrri dýrðar, en ekki eru allir jafn hrifnir af áformum hans. Hann fær þó sínu fram og verða brátt allir íbúar bæjarins, allt frá tóbaksveldiserfingja sem má muna fífil sinn fegurri til lögreglumanns nokkurs, að finna sig að nýju og endurskilgreina öll sambönd sín. En munu þessi áform verða bænum til góðs?

Leikstjóri er John Doyle og helstu hlutverk leika Ellen Burstyn, Colin Firth og Orlando Bloom.

Unstoppable

Stjórnlaus flutningalest full af eituefnum þeytist eftir járnbrautarsporunum. Vélstjórinn Pits og yfirmaður hans eru í kapphlaupi við tímann. Þeir þurfa að elta lestina í annarri lest til að ná stjórn á henni áður en hún fer út af sporinu og veldur umhverfisspjöllum sem geta gereytt heilu bæjarfélagi.

Leikstjóri er Tony Scott og helstu leikarar eru Denzel Washington og Chris Pine.

Bönnuð innan 12.

Seven

Myndin fjallar um tvo lögreglumenn í morðdeild sem eru að elta raðmorðingja sem réttlætir morð sín þannig að þau séu aflausn fyrir heiminn sem hefur ekki gefið hinum sjö dauðasyndum nægan gaum, og leyft þeim að grassera í samfélaginu. Rannsóknin leiðir þá félaga frá einu misþyrmda líkinu til þess næsta, þar sem morðinginn skipuleggur hvert morð sem tákn fyrir hverja af dauðasyndunum sjö.

Leikstjóri er David Fincher og helstu leikarar eru Brad Pitt, Morgan Freeman, Kevin Spacey og Gwyneth Paltrow.

Bönnuð innan 16.

The Jackal

Rússneski mafíósinn Terek Murad hefur lýst yfir stríði við rússneska þjóðvarðliðið og alríkislögreglu Bandaríkjamanna, vegna morðsins á bróður hans í næturklúbbi í Moskvu, höfuðborg Rússlands. Hann ræður „The Jackall“,eða Sjakalann, launmorðingja sem er háll sem átt, og óþverri í alla staði, til að taka af lífi forstjóra FBI alríkislögreglunnar, Donald Brown. Þegar bróðir Murad var drepinn í næturklúbbnum voru á staðnum, alríkislögreglufulltrúinn Carter Preston, og Valentina Koslova, yfirmaður í rússneska þjóðvarðliðinu. Nánast enginn hefur nokkru sinni séð Sjakalann, fyrir utan Declan Mulqueen, leyniskytta IRA sem nú situr í fangelsi. Þegar þau Preston og Koslova uppgötva að Brown sé orðinn skotmark, ráða þau Mulqueen, sem þó er tregur til, til að elta uppi Sjakalann, áður en honum tekst að ráða Brown af dögum.

Leikstjóri er Michael Canton-Jones og helstu leikarar eru Bruce Willis, Richard Gere og Sidney Poitier

Bönnuð innan 16.

The Contract

Spennutryllir með Óskarsverðlaunaleikaranum Morgan Freeman og John Cusack frá Óskarsverðlaunaleikstjóranum Bruce Beresford. Myndin fjallar um feðga sem fara í útivistarferð og verða vitni að árekstri þar sem verið er að flytja hættulegan fanga. Án þess að gefast tími til að hugsa málið til enda tekur faðirinn málið í sínar hendur þegar ljóst er að fangaverðirnir eru fallnir frá og ákveður að leiða fangann í hendur lögreglunnar.

Leikstjóri er Bruce Beresford og helstu leikarar eru John Cusack, Morgan Freeman og Jamie Anderson.

Bönnuð innan 16.