Kósýkvöld í kvöld?

Helgin er að koma og þá bjóða sjónvarpsstöðvarnar íslensku jafnan upp á skemmtilegar bíómyndir, fyrir þá sem vilja kúra heima uppi í sófa með popp og gos.

Hér að neðan er yfirlit yfir þær myndir sem verða í boði í kvöld hjá stóru sjónvarpsstöðvunum íslensku ( ath. engin bíómynd er á Skjá einum í kvöld ):

RÚV

Ást í ökuskóla ( Learners )

Bev er kúguð húsmóðir sem hefur fallið átta sinnum á bílprófi. Í ökunáminu hefur hún aðeins fengið tilsögn mannsins síns, Ians, sem er afskaplega óþolinmóður. Bev fær nóg af þessu og skráir sig í ökuskóla og þar verður hún skotin í kennaranum sínum.

Sjáið stikluna hér að neðan:

Bresk gamanmynd frá 2007.

Leikstjóri er Francesca Joseph og meðal leikenda eru Jessica Hynes, Shaun Dingwall og David Tennant.

Hjartaknúsarinn ( The Heartbreak Kid )

Bandarísk gamanmynd frá 2007. Nýgiftur maður sem telur sig hafa náð í hina fullkomnu konu hittir aðra dís í brúðkaupsferðinni sinni.
Leikstjórar eru Bobby og Peter Farrelly og meðal leikenda eru Ben Stiller, Michelle Monaghan og Malin Akerman.

 

 

Stöð 2

Angel and the Bad Man

Endurgerð á samnefndum vestra frá 1947 og fjallar um Quirt Evand, sannkallað illmenni, sem særist í byssubardaga og er hjúkrað aftur til heilsu af kvekara konu. Þegar á líður lendir hann í vandræðum með að velja á milli gamla lífsins og hins nýja.

Leikstjóri: Terry Ingram

Helstu leikarar: Lou Diamond Phillips og Luke Perry

Bönnuð innan 12.

Pretty Persuasion

Ung stúlka sakar leiklistarkennara sinn um kynferðislega áreitni og þá fer af stað atburðarás sem enginn sá fyrir.

Leikstjóri: Marcos Siega

Helstu leikarar: Evan Rachel Wood, David Wagner og Brent Goldberg

Bönnuð innan 12.

Schindler´s List

Oskar Schindler er montinn og gráðugur þýskur viðskiptajöfur, sem gerist mannvinur mitt í ríki Nasista í Þýskalandi og ákveður að breyta verksmiðju sinni í flóttamannabúðir fyrir Gyðinga. Myndin er byggð á sannri sögu, en Oskar Schindler náði að bjarga 1.100 gyðingum frá því að verða sendir í Auschwithz fangabúðirnar þar sem gasklefinn beið þeirra.

Sjáið stikluna hér að neðan:

Leikstjóri: Steven Spielberg

Helstu leikarar: Ben Kingsley; Liam Neeson; Ralph Fiennes

Bönnuð innan 12.