Kósýkvöld í kvöld?

Hvað á að gera í kvöld? Bíó, tónleikar, gönguferð? Eða á bara að hafa það kósý heima í stofu, eða uppi í rúmi, og horfa á gamla góða sjónvarpið?

Hér eru bíómyndirnar sem verða í boði í sjónvarpsstöðvunum íslensku í kvöld, laugardagskvöldið 10. nóvember 2012:

Skjár 1

Return to Me

Bandarísk kvikmynd frá árinu 2000 með Minnie Driver og David Duchovny í aðalhlutverkum. Myndin fjallar um mann sem missir konu sína í hræðilegu bílslysi og hvernig hann kemur skipulagi á líf sitt á nýjan leik.

 

 

 

 

Rocky 2

Rocky Balboa telur sig loks vera kominn á beinu brautina þegar hann finnur skyndilega fyrir verulegum fjárskorti. Á sama tíma byrjar Apollo Creed að áreita hann í gegnum fjölmiðla og Rocky ákveður að taka slaginn við hann á nýjan leik.

 

Stöð 2

Nanny McPhee Returns

Nanny McPhee mætir nú á svæðið til að hjálpa ungri móður sem er að reyna að reka bóndabæ fjölskyldunnar á meðan eiginmaður hennar er í burtu úti á vígvellinum. Nanny McPhee grípur til töfrabragða sinna til að kenna börnum konunnar og tveimur öðrum óþekktarormum fimm nýjar reglur.

 

 

Righteous Kill

Tveir rannsóknarlögreglumenn vinna saman til að finna tengsl á milli morðs sem var nýlega framið og morðs sem þeir töldu sig hafa leyst fyrir löngu. Er fjöldamorðingi á sveimi, settu þeir rangan mann á bakvið lás og slá ?

 

 

 

Enid

Sjónvarpsmynd um barnabókahöfundinn rómaða Enid Blyton með Helenu Bonham Carter í hlutverki höfundarins.

 

 

 

 

The Game

Nicholas Van Orton er auðugur San Francisco bankamaður, en er algjör einfari, og eyðir meira að segja afmælisdeginum einn með sjálfum sér. Þegar hann á 48 ára afmæli, sem er sami aldur og faðir hans var á þegar hann framdi sjálfsmorð, snýr bróðir hans Conrad aftur, en hann hafði horfið af sjónarsviðinu fyrir löngu síðan, og farið í allskonar rugl. Hann gefur Nicholas afmæliskort sem veitir honum aðgang að óvenjulegri skemmtun sem svokölluð „Consumer Recreation Services (CRS)“, sér um. Nicholas er forvitinn og fer til CRS og allskonar skrýtnir og slæmir hlutir fara að gerast.

Bourne Ultimatum

The Bourne Ultimatum er þriðja myndin í seríunni sem hófst með The Bourne Identity. Að þessu sinni þarf Jason Bourne að halda áfram að flýja undan CIA og berst eltingarleikurinn víðsvegar um heiminn á meðan Bourne reynir að komast að fortíð sinni.

 

 

 

RÚV

E.T. the Extra-Terrestrial

Myndin fjallar um geimveruna E.T. sem verður viðskila við félaga sína og ílengist á jörðinni. Ungur drengur, Elliot, finnur hana og platar hana heim til sín þar sem systkini Elliots kynnast geimverunni. Fljótlega verður ljóst að E.T. er ekki bara greind vera heldur góð líka. Hana langar þó mest að komast til síns heima og reynir Elliot sitt besta til að hjálpa henni. Þeir lenda svo í ógöngum þegar yfirvöld komast á snoðir um veru geimverunnar hjá Elliot.

New York I Love You

New York, I Love You er annar kaflinn í Cities of Love seríu Emmanuels Benbihy. Myndin er samansafn af stuttmyndum sem eru allar um 10 mínútur að lengd. Myndin er svipuð fyrirrennara sínum “Paris, je t’aime” að því leiti að myndbrotin eiga það sameiginlegt að gerast í New York og fjalla um leitina að ástinni. Myndbrotin eru öll sjálfstæð þótt þau fléttist lauslega saman: vasaþjófur mætir jafnoka sínum, ung hasidísk kona á sviptir hulunni af sjálfri sér rétt fyrir brúðkaupsdaginn sinn, rithöfundur prufar pikköp línur, listamaður leitar að fyrirsætu, tónskáld neyðist til að lesa, tvær konur mynda tengsl, maður fer með barn í Central Park, elskendur hittast, par fer í göngutúr á afmæli sínu, gaur fer á skólaárshátíðina með stelpu í hjólastól og söngvari sem er sestur í helgan stein íhugar sjálfsvíg.