Kósýkvöld í kvöld?

Á að kúra uppi í sófa í kvöld, með popp og kók. Ef svo er, er ekki verra að vita hvaða bíómyndir stóru sjónvarpsstöðvarnar bjóða upp í kvöld:

RÚV

Dansóður ( Footloose )

Bandarísk bíómynd frá 2011

Eftir að hafa komist í kast við lögin einum of oft er vandræðagemsinn Ren McCormack sendur til frændfólks síns í smábænum Bomont. Ren er borgarbarn í hjarta sér og lýst alls ekki á blikuna þegar hann mætir á svæðið en hlutirnir eru mun verri en hann bjóst við. Fimm árum áður höfðu nokkur ungmenni látist í bílslysi á leið frá dansleik sem haldinn var í bænum. Dauði þeirra skók íbúa Bomont sem tóku sig til, fyrir tilstilli prestsins Shaw, og bönnuðu bæði rokktónlist og dans á öllum samkomum innan bæjarins. Ren er dansari mikill og það kemur ekki til greina í hans huga að lifa án þess frelsis sem fylgir dansinum. Hann ákveður því ásamt nokkrum unglingum í bænum að freista þess að aflétta banninu, en í leiðinni myndast mikil togstreita á milli hans og margra fullorðinna í bænum. Ekki skánar það þegar Ren verður ástfanginn af hinni gullfallegu Ariel, dóttur prestsins sem stóð fyrir banninu á sínum tíma.

Leikstjóri er Craig Brewer og meðal leikenda eru Kenny Wormald, Julianne Hough og Dennis Quaid.

Banks yfirfulltrúi – Eftirleikur ( DCI Banks: Aftermath )

Bresk sakamálamynd.


Alan Banks lögreglufulltrúi rannsakar dularfullt mannshvarf og morð.
Meðal leikenda eru Stephen Tompkinson, Lorraine Burroughs, Samuel Roukin og Colin Tierney.

Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.

 

Stöð 2

How to Loose Friends and Alienate People

Rómantísk gamanmynd um breskan rithöfund sem reynir sitt besta til að passa inn á ritstjórnarskrifstofu hjá afar vinsælu tímariti. Það gengur ekki sem skyldi.

Leikarar eru m.a. Simon Pegg, Kirsten Dunst og Megan Fox.

Bönnuð innan 12.

Ghost Town

Hrollvekja sem spannar tímabilið frá Villta vestrinu og fram til nútímans og fjallar um ótíndan glæpahóp sem gerir samning við djöfulinn um að verða ódauðlegir.

Leikstjóri er Todor Chapkanov og helstu leikarar eru Jessica Rose og Randy Wayne.

Bönnuð innan 16.

Candy

Áhrifamikil mynd með Heith Ledger í hlutverki ungs ljóðskálds sem á í ástarsambandi við unga konu, en samband þeirra litast af mikilli heróínneyslu þeirra beggja.

Leikstjóri er Neil Armfield og helstu leikarar eru Geoffrey Rush, Heath Ledger og Abbie Cornish.

Bönnuð innan 16

Valkyrie

Myndin fjallar um tilræði við Hitler árið 1944 og var hugmyndin að kenna SS um morðið og virkja herinn í yfirtöku á landinu og semja um frið við bandamenn. Planið gekk undir nafninu Valkyrie og var leitt af Claus von Stauffenberg sem fylgdi sinni eigin samvisku og var á móti Þýskalandi Hitlers og áleit að Hitler væri að stefna landinu í glötum sem og hann gerði.

Leikstjóri er Brian Singer og helstu leikarar eru Kenneth Branagh, Tom Cruise og Bill Nighy

Bönnuð innan 12.