Kósýkvöld í kvöld!

Laugardagskvöld framundan. Margir fara í bíó, aðrir taka vídeó en svo eru alltaf einhverjir sem hafa bara kósý heima.

Hér eru myndir kvöldsins í sjónvarpinu:

RÚV

Djöflaeyjan

Bíómynd eftir Friðrik Þór Friðriksson frá 1996 byggð á sögu Einars Kárasonar um skrautlegar persónur í braggahverfi í Reykjavík upp úr miðri síðustu öld.

Meðal leikenda eru Baltasar Kormákur, Gísli Halldórsson, Sveinn Geirsson, Sigurveig Jónsdóttir og Pálína Jónsdóttir.

Djöflaeyjan er byggð á metsölubókum Einars Kárasonar ( Þar sem djöflaeyjan rís og Gulleyjan) og segir frá sorgum og sigrum stórfjölskyldu Karólínu spákonu. Amerísk áhrif tröllríða öllu; bílar, áfengi og rock’n roll er það eina sem kemst að hjá Badda, augasteini Karólínu spákonu og elsta barnabarni, og félögum hans, meðan Danni bróðir hans fylgist með herlegheitunum úr fjarlægð. Djöflaeyjan, sem gerist á miklum umbrotatímum í íslensku samfélagi á árunum eftir seinna stríð, er saga um fjölskylduátök, vináttu, lífsbaráttuna, ástina og sorgina. Myndin er fyndin og jafnframt hádramatísk saga fjölskyldu sem reynir að halda velli í hörðum heimi.

All Good Things – Endurskoðun málsins

Leikstjóri er Andrew Jarecki og meðal leikenda eru Ryan Gosling og Kristen Dunst.

Myndin gerist á níunda áratugnum og hefst í New York-borg þar sem David Marks (Gosling) fellur fyrir hinni fögru Katie McCarthy (Dunst), háskólanema í borginni. David er sonur áhrifamikils fasteignarisa, Sanford Marks (Langella), en hann og Katie ákveða að flýja pressuna sem fylgir lífi Davids í borginni og flytja í sveitasæluna í Vermont-fylki, þar sem þau ætla að njóta lífsins. Sú sæla endist þó ekki lengi, því Sanford nær að draga þau aftur til borgarinnar, þar sem Katie hefur læknanám á meðan hún reynir að komast til botns í því af hverju David sé skyndilega orðinn svona skapstyggur og afhuga því að eignast börn. Þessar skapsveiflur Davids aukast svo mikið að Katie fer að óttast um öryggi sitt, en eftir því sem hún grefur dýpra í fortíð fjölskyldunnar setur hún sig í meiri hættu.

Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.

 

Spanglish – Spenska

Spenska (Spanglish) er bandarísk gamanmynd frá 2004.
Leikstjóri er James L. Brooks og meðal leikenda eru Adam Sandler, Téa Leoni og Paz Vega.
John Clasky er þekktur matreiðslumeistari og dyggur fjölskyldufaðir. Hann hefur efnast vel og getur veitt fjölskyldu sinni ýmsan munað, meðal annars sumarhús á Malibu-strönd og ráðið þangað glæsilega húshjálp frá Mexíkó sem heitir Flor. Þær Cristina dóttir hennar eru nýfluttar til Los Angeles í leit að betra lífi en þegar þær flytjast inn til Clasky-fjölskyldunnar kemst Flor að því að lífið í nýja landinu getur verið stórhættulegt.

Stöð 2

Monte Carlo

Rómantísk gamanmynd um ferðalag þriggja vinkvenna til Parísar tekur heldur betur óvænta stefnu þegar ein þeirra er óvart talin vera af tignum ættum.

Ung kona, stíf stjúpsystir hennar, og besta vinkona hennar, eyða sparifé sínu í draumaferð til Parísar. Sú ferð reynist hin mestu vonbrigði. Þegar þau ákveða að taka sér frí frá skipulagðri dagskrá í París, og skella sér inn í lobbí á lúxushóteli í borginni, þá er ein þeirra tekin í misgripum fyrir ríkan og ofdekraðan erfingja. Áður en þær geta leiðrétt misskilninginn þá eru þær komnar af stað í nýtt ævintýri í Monte Carlo.

 

Appalosa

Myndin segir frá lögreglumanninum Virgil Cole (Harris) og aðstoðarmanni hans, Everett Hitch (Mortensen), sem flakka milli bæja í vesturríkjum Bandaríkjanna á tímum villta vestursins upp úr 1880 til að koma á lögum og reglu. Þeir eru auk þess góðir vinir og ná vel saman. Þeir fá það verkefni að koma á reglu í bænum Appaloosa og losa hann undan ógnarstjórn morðóðs búgarðeiganda, Randall Bragg (Jeremy Irons), sem heldur bænum og íbúum hans í heljargreipum. Verkefni þeirra er þó truflað úr óvæntri átt þegar fögur ekkja, Allie French, (Zellweger) mætir í bæinn og kynnist þeim Virgil og Everett. Fer hún brátt að fá meiri athygli frá tvíeykinu en verkefnið sem fyrir þeim liggur í bænum. Bragg er heldur ekkert lamb að leika sér við og er hann ekki lengi að nýta sér þennan nýfundna veikleika þeirra Everetts og Virgil. Auk þess reynir koma hennar og hörð andspyrna Bragg allverulega á vináttu fóstbræðranna, sem boðar ekki gott fyrir framtíð hins óreiðukennda bæjar.

 

Bönnuð innnan 12.

Field of Dreams

Bóndi í Iowa telur sig hafa fengið skilaboð um að breyta kornakrinum sínum í hafnaboltavöll. Fjölskylda hans og vinir halda að hann sé genginn af göflunum en brátt kemur í ljós að allt í lífinu hefur sinn tilgang, sama hversu ótrúlegt það virðist í fyrstu.

Öllum leyfð

 

Austin Powers the Spy who Shagged Me

Ofurnjósnarinn Austin Powers er mættur aftur á svæðið. Dr. Evil ferðast með tímavél til ársins 1969 og hyggst stöðva Austin Powers í eitt skipti fyrir öll með því að stela kynorku hans. Austin þarf að fara aftur í tímann til að endurheimta kynorkuna og nýtur dyggrar aðstoðar kynbombunnar Felicity Shagwell. Það má heldur ekki gleyma að minnast á smávaxna eftirgerð Dr. Evils, Mini-Me, og hinn magnaða Skota, Fat Bastard, sem setja svip sinn á myndina.

Murder By Numbers

Hörkuspennandi sálfræðitryllir sem maður gleymir ekki í bráð. Lögreglukonan Cassie Mayweather og félagi hennar, Sam Kennedy, eru kölluð til þegar ung stúlka er myrt. Cassie er ýmsu vön en atburðir úr fortíðinni gera henni erfitt fyrir við rannsókn málsins. Grunur beinist að tveimur námsmönnum sem koma frá góðum heimilum. Hér er ekki allt sem sýnist en sannleikurinn getur verið lyginni líkastur.

Skjár 1

Undercover Blues

Mnd um alríkislögreglumenn sem leysa dularfullt glæpamál. Aðalhlutverk eru í höndum Dennis Quaid og Kathleen Turner.

Teen Wolf

Mynd um strák sem eitt kvöld er bitinn af úlfi og breytist í kjölfarið í varúlf.

Aðalhlutverk Michael J. Fox.