Kósýkvöld í kvöld

Loksins er kominn föstudagur, sem þýðir bara eitt: Það er kósýkvöld í kvöld.

Tvær af þremur stóru sjónvarpsstöðvanna eru með bíómyndir á dagskrá kvöldsins; RÚV og Stöð 2.

Hér eru myndir kvöldsins:

RÚV

District 9

Bíómyndin Hverfi níu (District 9) er frá 2009.

Risastórt geimskip á leið sinni um himingeiminn staldrar við yfir Suður-Afríku. Leiðangur nokkur fer og kannar málið og finnur þar fullt af veikum, vannærðum skepnum sem virðast hafa lent óvart á jörðinni. Þessar geimverur eru fluttar yfir í sérstakt aflokað hverfi sem hlýtur viðurnefnið District 9. Menn reynast hins vegar ekki vera gestrisnari en svo að að nýja heimilið breytist skjótt í útrýmingarbúðir. Hlutirnir fara síðan á verri veg þegar ákveðið er að færa verurnar á annan, mun afmarkaðri stað. Um leið og sú aðgerð fer í gang, hefst martröðin fyrir alvöru.

Bönnuð innan 16.

Leikstjórar eru Neill Blomkamp og Peter Robert Gerber og meðal leikenda eru Sharlto Copley og Jason Cope.

 

Lewis: The gift of Promis – Fögur fyrirheit

Bresk sakamálamynd þar sem Lewis lögreglufulltrúi í Oxford glímir við dularfullt sakamál.

Andrea de Ritter, stofnandi samtaka sem styrkja hæfileikarík börn, er myrt á heimili sínu og hafði skömmu áður afhent Zoe Suskin, 15 ára nemanda við Oxford-háskóla styrk. Lewis og Hathaway fara á stúfana og rannsaka málið en fleiri eiga eftir að deyja áður en þeir komast að því hvernig í pottinn er búið.

Meðal leikenda eru Kevin Whately, Laurence Fox, Clare Holman og Rebecca Front.
Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.

 

Stöð 2

Halloween

Íbúar í rólega smábænum Haddonfield vita það ekki ennþá …. en dauðinn er á leiðinni í bæinn. Fyrir sextán árum myrti tíu ára drengur, Michael Myers, stjúpföður sinn með hryllilegum hætti, eldri systur sína og kærasta hennar.
Nú eru liðin 16 ár frá þessum atburðum og Myers sleppur úr geðsjúkrahúsinu þar sem honum hefur verið haldið, og stefnir rakleiðis til heimabæjar síns, ákveðinn í að halda uppteknum hætti og myrða bæjarbúa, en einkum er honum uppsigað við lækninn Dr. Sam Loomis sem er læknir Myers, og sá eini sem veit hve illur Myers raunverulega er.
Á einum stað í bænum er feimin unglingsstúlka að nafni Laurie Strode að passa börn sama kvöld og Michael kemur í bæinn…er það hrein tilviljun Myers er á eftir henni og vinum hennar?

Leikstjóri: Rob Zombie

Leikarar: Malcolm McDowell; Scout Taylor-Compton; Tyler Mane

Bönnuð innan 16.

 

Species – The Awakening

Vísindamaðurinn Dr. fer með frænku sína Miröndu til Mexíkó til að reyna að snúa við áhrifum geimveru DNA litningsins sem hann notaði til að búa hana til.
Meðferðin fer öll úrskeiðis með hryllilegum afleiðingum, og Miranda gerist morðóð og drepur mann og annan, í leit sinni að maka.

Leikstjóri: Nick Lyon

Leikarar: Edy Arellano; Marco Bacuzzi; Jan Bouda

Bönnuð innnan 12.

Swordfish

Spennumynd um Gabriel Shear sem er einn slyngasti njósnari í heimi. Hann var á mála hjá bandarísku leyniþjónustunni en er nú eigin herra. Gabriel situr ekki auðum höndum en næsta verkefni hans er ólíkt öllum öðrum. Aldrei fyrr hafa jafnmiklir fjármunir komið við sögu og því má ekkert fara úrskeiðis.

Leikstjóri: Dominic Sena

Leikarar: John Travolta; Hugh Jackman; Halle Berry

Bönnuð innan 16.

 

The Mask

Stanley Ipkiss er bankastarfsmaður, og er alveg sérstakt góðmenni sem vill engum illt. Hann er eiginlega of góður, og góðmennska hans veldur því að hann verður oft undir í samskiptum við aðra. Eftir einn versta dags lífs síns, þá finnur hann grímu sem svipar til andlits hins svikula Loka sonar Óðins úr norrænu goðsögunum. Hann prófar að setja á sig grímuna og samstundis breytist hann í þá persónu sem hann hefur að geyma innra með sér; teiknimyndalegan, rómantískan og ofurhressan mann. Smákrimmaforinginn Dorian Tyrel kemst að því í gegnum fjölmiðla að þessi fígúra, The Mask, er komin á kreik. Þegar „Gríman“, þ.e. alter – ego Ipkiss, verður óbeint valdur að dauða vinar Tyrels, þá vill Tyrel finna Ipkiss í fjöru.

Leikstjórn: Chuck Russel.

Aðalleikarar: Jim Carrey og Cameron Diaz.