Kósýkvöld í kvöld?

Runninn er upp föstudagurinn 30. nóvember 2012. Fyrir þá sem langar að fara í bíó, þá er um að gera að smella hérna og sjá hvað bíóhúsin bjóða upp á skemmtilegt í kvöld. Fyrir hina, sem ætla bara að kúra heima í sófa og hafa það kósý, þá er ekki úr vegi að kynna sér hvað íslensku sjónvarpsstöðvarnar stóru bjóða upp á.

Hér fyrir neðan eru bíómyndir kvöldsins á RÚV og Stöð 2.  Sem fyrr býður Skjár einn ekki upp á bíómyndir á föstudagskvöldum.

 

RÚV

The Twilight Saga: Eclipse

Bella er flutt aftur til Seattle eftir atburðarásina úr New Moon, en hefur ekki verið lengi þar þegar hún er enn á ný umkringd háska. Seattle-búar eru á barmi ofsahræðslu þegar röð dularfullra morða ríður yfir borgina. Á sama tíma er illskeytt vampíra í blóðugri hefndarför sem setur Bellu í stórhættu. Á meðan allt þetta á sér stað færist Bella enn nær þeim tímapunkti þar sem hún þarf að gera endanlega upp á milli ástar sinnar á Edward og vináttu sinnar við hinn hverflynda Jacob. Það sem gerir þessa ákvörðun enn erfiðari er vitneskja hennar um að það sem hún ákveður getur haft afdrífaríkar afleiðingar og mikil áhrif á hina stöðugu og aldagömlu baráttu milli vampíra og varúlfa.

Leikstjóri:  David Slade

Helstu leikarar: Kristen Stewart, Robert Pattinson og Taylor Lautner.

Arabíu Lawrence – Lawrence of Arabia

Sígild bresk bíómynd frá 1962.
Thomas Edward Lawrence var njósnari Breta í Kaíró árið 1916 og fékk leyfi til að fylgjast með uppreisn araba gegn Tyrkjum í fyrra stríði. Í eyðimörkinni skipulagði hann skæruliðaher og barðist með aröbum gegn Tyrkjum um tveggja ára skeið. Lawrence lést 47 ára í vélhjólaslysi í London.

Leikstjóri:  David Lean

Helstu leikarar: Peter O’Toole, Alec Guinness, Anthony Quinn og Omar Sharif.

Myndin hlaut sjö Óskarsverðlaun, þar á meðal sem besta myndin.

Stöð 2

Lethal Weapon 3

Lögreglumaðurinn Martin Riggs mætir loks jafnoka sínum, sem er hin fallega en grjótharða lögga Lorna Cole. Þau tvö, ásamt félaga Riggs, Roger Murtaugh, reyna að afhjúpa spilltan fyrrum lögreglumann sem stendur í vopnabraski. Löggan spillta snýr á þríeykið trekk í trekk, einkum með því að drepa alla sem geta tjáð sig um braskið. Murtaugh á á sama tíma í persónulegum vandamálum, þegar fjölskylda hans dregst inn í átökin.

Leikstjóri: Richard Donner

Helstu leikarar: Danny Glover, Joe Pesci og Mel Gibson

W Delta Z

Lík finnast víðs vegar á götum New York, og er eitthvað virkilega skuggalegt við þau öll. Sum eru afskræmd og aflimuð á meðan stærðfræðijafna hefur verið skorin í önnur. Rannsóknarlögreglumaðurinn Eddie Argo (Skarsgård) og nýr félagi hans (Melissa George) reyna að ráða fram úr þessari skuggalegu morðgátu og komast brátt að því að hverju fórnarlambi hefur verið gefin hrottafenginn valkostur: að drepa ástvin sinn eða vera drepið sjálft. Fyrr en varir er það ljóst að glæpamaðurinn, hver sem hann er, býr yfir sjúklegu leyndarmáli og virðist vera að fá útrás fyrir það með hrikalegum glæpum sínum.

Leikstjóri: Tom Shankland

Helstu leikarar: Stellan Skarsgård, Barbara Adair og Peter Ballance

Lions for Lambs

Tveir hermenn slasast á vígvellinum í Afganistan og í rannsókn málsins flækjast þingmaður, blaðamaður og prófessor í atburðarásina.

Leikstjóri: Robert Redford

Helstu leikarar: Meryl Streep, Robert Redford, Tom Cruise og Michael Pena

 

Tin Cup

Saga um misheppnaðan atvinnumann í golfi, sem vinnur á golf – höggsvæði, sem reynir að komast inn á US Open golfmótið, til að reyna að vinna ástir kærustu helsta keppinautar síns.

Leikstjóri: Ron Shelton

Helstu leikarar: Kevin Costner, Don Johnson og Rene Russo