Köngulóarmaðurinn vann toppbaráttuna

Það var hörð keppni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina en þar kepptu tvær myndir um hylli bíógesta; Spider-Man: Homecoming og Aulinn ég 3. Svo fór að Spider-Man, eða Köngulóarmaðurinn eins og hann heitir á íslensku hafði betur, en aðeins munaði um 140 þúsund krónum á tekjum myndanna.

Baby Driver, toppmynd síðustu viku, féll niður í þriðja sætið á milli vikna.

Rappmyndin All Eyes on Me situr svo í fjórða sæti eftir sýningar helgarinnar, ný á lista.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: